Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1912, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.1912, Blaðsíða 12
8 ÆGIR. Ingvar Jóelsson skipstj., Hafnarfirði. Hákon Halldórsson útvegsm., Akranesi Sveinn Magnússon oddviti, —»— Jóhann Bjprnsson hreppstj., —»— Heima. Yflrlit yflr aflabrögð árið 1911. Árið 1911 má yfirleitt kallast mjög gott aflaár. Veðurátt var hagstæð í byrj- un ársins og vetrarafli svo góður sunnan- lands, bæði á botnvörpuskip og þilskip, að slíks munu ekki dæmi áður. Eftir því sem talist hefur til munu þilskip og botnvörpuskip frá Faxaflóa hafa fiskað á vetrarvertið um 21/* miljón fiska. Yfir árið öfluðu þilsldp frá Faxaflóa 41 að tölu um 2,6 milj., en 12 botnvörp- ungar um 3 milj. 8 botnverplar voru inn- lendir og 4 leiguskip ensk og þýsk, sem gerð voru út, sumpart leigð mönnum hjer (Thorsteinsons bræðrum, Ásgeiri og Kristjáni Torfasyni Önundarfirði o. fl.) eða útlendir eigendur höfðu mann hjer, sem hafði umsjón með útgerð og afla og höfðu islenska fiskiskipstjóra. Ágóðinn af þilskipum og botnvörp- ungum var því mjög mikill, og eins af leiguskipunum nokkur, þótt minni yrði, en búist var við í fyrstu, þareð kostnaður við leiguskip er mjög mikill. Afli á þilskip af Vestfjörðum var líka í góðu meðallagi. Mótorbátar og opnir bátar bæði við Vestmanneyjar og Faxaflóa fiskuðu einnig vel, einkum vetrarvertíðina; í Vestmann- eyjum munu hafa komið á land um 1 milj. fiska; aftur á móti var fremur rýr afli í suður veiðistöðvunum, Porlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri. Á Austfjörðum var tregur afli alt sumarið, þótt nokkuð batnaði seinni hluta sumars. Síldai’afli góður fyrir Norðurlandi einkum í snirpinætur; mjög mörg norsk skip fiskuðu þá á Siglufirði og Eyjafirði eins og undanfarið. Verð á fiski- og fiski-afurðum var einnig í góðu meðallagi. En kaupmenn þeir, er áttu fisk liggjandi fram til ára- móta fengu svo hátt verð fyrir hann, að slíkt mun sjaldan hafa borið við áður. Nýir botnvörpungar bætast við á þessu ári ekki færri en 5. Eigendur »Jóns Forseta« ljetu byggja einn, sem þeir kalla »Skúla fógeta«, mjög stórt og fallegt skip. Pjetur ólafsson kaupmaður á Patreksfirði keypti einnig mjög vandað skip, er hann kallar »Egg- ert Ólafsson«. Þeir bræður P. J. og Th. Thorsteinsson o. fl. eru einnig að láta byggja 2 nýja botnvörpunga, er eiga að koma um mánaðarmótin næstu. Kaupm. Thor Jensen hefur einnig keypt einn, er hann kallar »Skallagrímur«. Leigubotnvörpungar er gert ráð fyrir að verði einnig nokkrir. Eigendur »ís- lendings« hafa þegar ákvarðað, að taka eitt skip á leigu og ennfremur Elías Stef- ánsson eitt skip í fjelagi við nokkra skip- stjóra. »Mars«-fjelagið leigir og skip í stað »Nelsons«, sem sökk. Garðar Gísla- son og Helgi Zoéga hafa þegar gert ráð- stafanir til að leigja eitt skip og jafnvel kaupa annað. Ennfremur þeir Magnús Blöndahl og Kristján Torfason áÖnund- arfirði munu þegar hafa fest leigu á 3 skipum. Botnvörpuútgerðin er eins og sjá má af framanrituðu mjög að aukast, og jafn- vel frekar en æskilegt er, því þar sem um svo kostnaðar- og áhættusama út- gerð er að ræða, þarf bæði afli og verð að fara saraan svo vel sje. Og sjerstak-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað: 1. Blað (01.01.1912)
https://timarit.is/issue/312602

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Blað (01.01.1912)

Aðgerðir: