Ægir - 01.03.1915, Page 7
ÆGIR
39
hefði það mark, að opna augu manna
fyrir hve miklum peningum er fleygt fyrir
vanþekkingu og hirðuleysi, og reyna að
koma í veg fyrir að það haldist við.
Alt hækkar i verði og þvi dýrara er það
einnig, sem fleygt er.
Heima.
í »Fishing Gaselte« sem gefið er út í
New-York, er getið um sallfisksfarm írá
Islandi er seldur var í Ameriku, og er
svo sagt, að fiskurinn hafi reynst ágæt-
lega.
Stórkaupmaður Carl Höepfner i Kaup-
mannahöfn sendi þennan farm, voru það
4500 skp. og var hann seldur i Boston.
Firmað C. Höepfner, hefir rekið versl-
un á Norðurlandi í íjöldamörg ár og haít
þar útgerð. Sem stendur hefir það versl-
anir á Akureyri, Sauðárkróki, Skaga-
strönd og Blönduósi, en auk þessa er nú
firmað i þann veg að setja hjer á stofn
stórsöluverslun með erlendar vörur. svo
sem korn, nýlcndúvörur o. fi. og kaupir
auk þess allar tegundir islenskra afurða.
Mokafii hefir verið á þilskip og hotn-
vörpunga þennan liðna mánuð. Má svo
heita að íslensku fiskimiðin sjeu friðuð
fyrir yfirgangi útlendinga það sem aí er.
4—5 úllend skip munu þó vera hjer að
veiðum, en hvað er það á móti því, sem
verið hefir undanfarnar vertíðir.
Hinn 20. þ. m. að kveldi, hafnaði sig
hjer hið nýja botnvörpuskip Ægisfjelags-
ins. Skipið heilir »Rán«. Skip þetta er
smíðað i Þýskalandi og er hið vandað-
asta í alla staði, er raflýst, hefir yfirhit-
unartæki, sem eflaust munu reynast bet-
ur hjer, þar eð vjelin er til þess giörð,
heldur en þar sem þau eru sett i skip
löngu eftir að þau eru smíðuð. Miklar
framfarir má það kalla, að á skipinu eru
lifrarbræðslutæki. Tveir stórir járngeym-
arar eru í kleía á þilfarinu fyrir ofan vjel-
ina, lifrin látin í þá og brædd þar við
gufu og síðan látið renna á tunnur. Þetta
er hið fyrsta islenska botnvörpuskip, sem
smiðað hefir verið á Þýskalandi, og mun
eitt af beztu skipum, sem hingað hafa
komið. Framkvæmdarstjóri »ÆgisfjeIags-
ins« er hr. M. Th. Blöndahl i Reykjavik.
Erindreki erlendis hr. Matth. Þórðar-
son, er nú tekinn til slarfa — er hann
búsettur í Liverpool. Hann hefir sent
»Fiskifjelagi íslands« ýms skeyti og hafa
mörg þeirra verið birt í »Morgunblaðinu«,
og sumum slegið upp í skýrslukassa fje-
lagsins í Hafnarstræti.
Vjelfræðingur ólafur Sveinsson er um
þesssr mundir á Seyðisfirði, og heldur
þar námsskeið í hirðingu og meðferð
mótora; sækja það námsskeið um 20
manns eða meir, býst hann við að náms-
skeiðið verði fjörugt. Þar verða haldnir
2 fyrirlestrar á viku um almenn efni
fyrir fólkið, læknisfræðislegir fyrirlestrar
fyrir nemendur, og sýslumaðurinn held-
ur fyrirlestra um sjórjett er viðkemur
bátum og margir fleiri ætla að styðja
þetta.
Það mun sannast að þessi námskeið
verða liin vinsælustu er fram í sækir, og
eru til hins mesta gagns, — og er það
gleðilegt, að almenningur er farinn að
skilja það.
Erindreki Matth. Ólafsson ferðaðist í
byrjun Febrúarmánaðar um Snæfellsnes
og stofnaði deild í Ólafsvík (20 meðl.).
Fór hann á Sand og Stykkishólm. í
Stykkishólmi var nýstofuð deild er hann
kom þar. Sú deild heitir »Ægir« og eru