Ægir - 01.05.1915, Síða 2
60
ÆGIH
þau mundu græða mest á þessu, en væri
hann landstjórnarinnar maðnr, tel jeg
víst að honum yrði meira ágengt. Þessi
maður yrði að vera vel launaður, svo
hann væri og yrði öllum óháður; hann
kemur á staðinn til að framkvæma eitt
hið þarfasta verk, til að sjá um að fyrir-
skipunum sje hl^dt, en ekki til að þyggja
góðgerðir; — ein hót sett í tíina á bát,
getur orðið skipshöfn til lífs — og hvert
mannslíf er dýrt þegar á alt er litið. —
Alþingi kemur nú saman í sumar, og
væri æskilegt, ef einhver vildi hreyfa
þessu máli þar, ef það á þar heima.
Reykjavík 21. maí 1915.
Sveinbjöm Egilsson.
Um bátavjelar.
Á síðustu árum heíir orðið æðimikil
breyting á bátaútvegi íslendinga, þar sem
róðrarbátar hafa víða lagst niður, en vjela-
bátar verið teknir upp í staðinn. Það
er eigi furða þótt eitthvað hafi mistekist
meðan verið var að koma breytingunni
á, enda hefir það komið glögglega í ljós,
eigi síst á vali og meðferð bátavjelanna.
Má óhætt fullyrða, að í því efni liafa
margir beðið tilíinnanlegt tjón fyrir van-
þekkingu sína. Nokkrir hafa ráðist i að
velja sjer vjel upp á eigin eindæmi, án
þess að hafa nokkurt vit á því efni, en
hinir munu þó vera fleiri, sem hafa leit-
að sjer aðstoðar hjá umboðsmönnum,
sem útvega vjelar, og má nærri geta
hvernig þær hljóða. Það er hverjum
manni auðsælt að þetta er mjög óheppi-
legt, og harla varasamt fyrir kaupendur.
Engin minsta trygging fyrir því, að menn
fái bestu vjelarnar, sem á boðstólum eru,
nema leitað sje álits þeirra manna er
vit hafa á bátavjelum, og ekki hafa um-
boð á neinni sjerstakri tegund vjela, því
»það er lakur kaupmaður sem lastar
sina vöru«. Það verður að krefjast þess,
að upplýsingarnar sjeu frá þeim mönnum,
sem vit hafa á vjelunum, og ekld hafa
neinna eigin hagsmuna að gæta, er þeir
gefa upplýsingarnar. Þess eru dæmi að
umboðsmenn, alls ófróðir um gerð á
vjelum, liafa útvegað mönnum vjelar,
sem þeir voru alls ófærir að segja um
að væru betri en aðrar vjelar á sama
eða svipað verð. Líka er þess að gæta,
að framförin í umbótum á vjelunum er
mjög mikil, svo að vjelar sem áður þóttu
ágætar, hafa orðið að þoka fyrír öðrum
nýrri og betri. Má í þessu efni benda á
vjelina Tuxham. Hún hefir verið reynd
hjer og ekki náð hylli, sem eílaust kem-
ur af því, að menn þekkja ekki nýjuslu
gerð af henni. Jeg hef sjerstaklega kynt
mjer þá gerð, og heí sannfæringu fyrir
því, að hún hefir ýmsa kosti fram yfir
aðrar bátavjelar, sem jeg þekki. Og með
því hún hefir orðið hjer fyrir röngum
dómi, sem hefir bakað hlutaðeigandi
fiskimönnum skaða og óþægindi, þá vil
jeg leyfa mjer að benda á nokkra kosti
hennar fram yfir aðrar vjelar, sem jeg
hefi fengist við.
Aðalkostir vjelarinnar eru þá þessir:
1. Vjelin er svo sparsöm að hún eyðir
um 40°/o minna en flestar þær vjel-
ar, sem hjer eru notaðar. Hún er
tvígengisvjel og brennir jarðolíu.
2. Vjelin er endingargóð vegna þess
hve slitfletir eru langir eg vel slíptir_
3. Vjelin gengur með mjög jöfnum
hraða, rykkjalaust og rólega eftir
vild. Er það mikill kostur ef and-
æfa þarf í kviku, leggja að br}7ggju
eða bóli, eða nota linuspil.
4. Vjelin er öll vel traust og
5. Hún er einföld og sjerstaklega auð-
velt að komast að öllu, bæði við eff-