Ægir - 01.05.1915, Qupperneq 3
ÆGIR
61
irlit og hreinsun, og það er skilyrði
fyrir þvi, að vjelarnar gangi í góðu
lagi. Einfaldar og traustar vjelar
eru bestar í fisliibáta.
Þessar fáu upplýsingar hefi jeg álitið
nauðsynlegt að birta, því jeg þekki enga
vjel, sem mjer líkar betur i fiskibáta.
Frekari upplýsingar er mjer ánægja að
gefa þeiin sem þess kynnu að óska.
Stokkseyri 8. maí 1915.
B. Kristinn Grímsson.
Alli. Vjer spurðum hr. B. Kristinn
Grímsson, hvort hann væri umboðsmað-
ur fyrir Tuxham, hann kvað nei við, en
sagðist hafa verið erlendis í fyrra, farið
til mótorkaupa, og skoðað í þeirri ferð
ýmsar tegundir þeirra, en hann sagði að
þetta væri sannfæring sín, og að hann af
eigin reynslu mælti með þessum mótor
sjerstaklega, og að sjer virtist það rjett
að benda mönnum á slíkt. — Ritstj.
Sandi 23. íuars.
Fiskiafli hefir verið í vetur í meðallagi.
gæftir framan af fremur góðar cn er nú
tekið fyrir þær, og komið hardindalegt
útlit. Fiskur alt af nægur fyrir þó ekki
hafi vottað fyrir neinni nýrri fiskigöngu.
Hjer i plássunum, Sandi og Keflavík
ganga i vetur 18 bátarallir með 9 mönn-
um á nema einn með 7, og mun alment
vera komið í hlut 4—500 í 12 staði á
hvern bát.
Landsverkfræðingur Krabbe skoðaði
lendingarstaði hjer í kringum nesið næst-
liðið sumar; er nú komíð frá honum á-
lil um það. Hallast hann eindregið að
því að besl hagi til með lendingar- og
bátalagi i Keflavik. Hann hefir gert upp-
drátt at þessari lendingu og íyrirhuguð-
um hrimbrjót, og gerir lauslega áætlun
um, að gott skipalagi þ. e. fyrir mótor-
báta og smærri skip, kosti að 300,000
krónum, en styttri brimbrjótur sem bætti
opnu báta lendiuguna, kosti 35,000 krón-
ur. Hann mælir fastlega fram með því
að landssjóður leggi til fje i þetta fyrir-
tæki.
Það er ílestum landslýð kunnugt hve
mikil gullnáma sjórinn úti íyrir Snæfells-
nesi hefir verið írá alda öðli, á því sýn-
ast engin þrot enn, enda þótt flest önn-
ur fiskimið hafi meira og minna eyði-
lagst á síðari tímum kringum landið, en
það sem bagað hefir svo tilfinnanlega er
lendingar- og hafnleysið á nesinu. Nú
þegar flest önnur fiskipláss eru að taka
upp stærri og betri báta, þá megum við
hjer sitja með smábátana okkar, því
hvergi er hægt að leggja stærri bátum
að landi, og allur sá feikna auður sem
er í sjónum hjer rjett fyrir framan lands-
steinana, liggur litt notaður.
Vært ekki þetta fyrirtæki þess vert, að
alþingi athugaði, hvort það mundi ekki
beinlinis borga sig fyrir landssjóð, að
leggja fje í það, fyrir aukna framleiðslu
i fiskiafurðum, fyrir utan allan óbeinan
hag af þvi. Svo hafa þeir litið á, bæði
landsverkfræðingur Krabbe i álilsskjali
sinu, og erindreki fiskifjelagsins. alþing-
ismaður Mattias Ólafsson.
Að líkindum verður farið fram á við
þingið í suraar, að veita fje til fyrirtæk-
isins, D. B.
fiskijimg fiskijjelags íslasis
1915.
Akveðið er að Fiskiþingið komi sam-
an hinn 30. d. júnimánaðar n. k. hjer í
Reykjavík.
Fulltrúar eru;