Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1915, Qupperneq 6

Ægir - 01.05.1915, Qupperneq 6
64 ÆGIR aðiir fulltrúa á fiskiþingið skal greiddur úr fjelagssjóði, svo og dagpeningar 4 kr. á dag fyrir þann tíma, er þeir setja á liskiþinginu og eru á ferðinni til og frá þinginiuí. 14. Stjórnarkosn ing. Kosnir i stjórn til fyrsla fjórðungs- þings: Herm. Þorsteinsson forseti, Ingv- ar Pálmason varaforseti, Magnús Gisla- son rilari og Bjarni Sigurðsson vararitari. Ákveðið að fyrsta fjórðungsþing yrði haldið á Eskifirði. Fundi slitið. Norðíirði 4. maí 1915. Herm. Porsteinsson. Bjarni Sigurðsson. Vilh. Árnason, Slefán Jakobsson. Jón Sveinsson, Magnús Gislason. Ingvar Pálmason, Sigurður Eiriksson. Haldór Jónsson, Benedikt Sveinsson. Rjelta útskriít staðfestir: Herm. Porsteinsson. forseti. [»Austri«]. Skýrsla erindreka Fiskifjelagsins erlendis. í skýrslu minni til stjórnar fjelagsins dags. 26. jan. s. 1., skýrði jeg frá á- standinu eins og það var þá, og siðan heíi jeg i brjefum og skeytum getið lítillega hinna helstu viðburða er orðið hafa siðan, og að einhverju leyti hafa þýðingu fyrir verslun íslands. En þar sem ieg hefi ekki enn þá meðtekið svör frá ýmsum mönnum, er jeg hefi sent brjef og fyrirspurnir, er jeg ætla að hafi þýðingu fyrir verslunina, en býst hins vegar við að fá þau áður langt um líður, verður þessi skýrsla mín að eins fá orð, en frekari skýrsla bíður þess tíma að íleiri upplýsingar eru fyrir hendi. Meðal hinna helstu viðburða er gerst hafa á þessum fyrsta ársfjórðungi árs- ins 1915, og sem beinlinis snertir verslun og viðskffti, má telja tilkynning þá er Þjóðverjar gáfu út þ. 3. febr., þar sem þeir lýstu því yíir að þeir slcoðuðu sjóinn kringum Bretlandseyjar ófriðarsvæði, og að þeir eftir 18. febr. mundu sökkva og eyðileggja öll ensk skip, er þeir hittu á þvi svæði, og jafnframt ljetu þess getið að hlutlausra ríkja sldp mættu búast við því sama ef þau fyrirfindust á þessu svæði með vörur til Bretlands. Þessum hótunum hafa þeir framfylgt eftir þvi, sem þeir hafa sjeð sjer fært, og nærfelt daglega sökt eða skemt skip fyrir Englendingum og Frökkum, og nokkur annara þjóða skip hafa fengið sömu útreið. Hlutlausu rikin, einkum Ameríka, mótmæltu þessum aðförum, en Englend- ingar svöruðu með opinberri tilkynningu dags. 14. mars, að þeir mundu gera ráð- stafanir til að hindra alla aðflutninga til Þýskalands, og heíir þessum fyrirmælum verið framfylgt síðan. Jeg vil þessu næst leyfa mjer að gera grein fyrir ýmsnm atriðum er snerta fiskiveiðar nokkurra rikja á umliðnum tima, ásamt verslun þeirra með fisk og fiskiafurðir. Norðmenn reikna að fiskiveiðar þeirra haíi numið 81,4 milj. fiska árið sem

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.