Ægir - 01.05.1915, Blaðsíða 7
ÆGIR
65
leið. Til samanburðar skal þess getið, að aflinn 1913 var lalinn 73 milj., en 1912
99,2 milj. og 1911 64,4 milj. fiska.
Til peningaverðs reikna þeir þennan afla, fyrir árið 1913 kr. 53,767,717, en
ef með er talið afrakstur af hvala- og selveiði, og lax og silungsveiði í ám og vötn-
um, þá sje allur aflinn kr. 93,771,783. Árið 1912 er aflinn talinn kr. 85,001,241,
1911 kr. 78,614,048.
Útfluttur íiskur og fiskiafurðir frá Noregi síðastliðið ár, hefir meðal annars
verið sem hjer segir:
íslensk síld 90,976 tunnur. íslenskur saltf. 2,140,983 kiló.
Norskur saltf. 54,421,615 kiló. Niðursoðinn f. 35,154,123 kiló.
Harðfisk ófl. 12,912,352 kiló. Harðf. fl. 1,191,466 kiló.
Hörð ýsa ófl. 2,002,572 kiló. Aðrar f. teg. hert, 466,611 kiló.
Hrogn 51,398 tunnur. Soðið meðalalýsi 53,448 tunnur.
Hrátt meðalalýsi 7,134 tunnur, og annað lýsi 43,372 tunnur.
Öll þau lönd er liggja að Norðursjónum hafa að meira eða minna leyti
haft tjón af völdum ófriðarins hvað snertir atvinnu og ágóða af fiskiveiðum. Ró
mun ekkert verða eins illa úti eins og Þýskaland, en þar næst kemur Belgía, Hol-
land og siðast Frakkland. Aftur á móti má svo að orði kveða að Normenn hafi
grætt stórfje á þessum óförum annara; þannig telst frjettaritara blaðsins »Daily
Mail«, að einn kaupmaður í Bergen hafi grætt £ 27,000 á fiski er hann hefir selt til
Þýskalands síðan stríðið byrjaði. Skýrslur yfir útfluttar norskar fiskiafurðir sýna
líka ljóslega hve feikna verlsun Noregur hefir haft við Þýskaland á ýmsum sjáfar-
afurðum þessa siðustu mánuði, og hve mikið umsetningin hefir aukist við ófriðinn,
borið saman við árið i fyrra.
Frá þvi í byrjun jan. til miðs mars hafa Norðmenn selt lil Þýskalands
466,000 tunnur af sild, en að eins 154,000 tunnur á sama tíma i fyrra; 530,000
kassa aí n\'rri síld, móti 305,000 kössum árið áður, og 159,000 tunnur af lýsi á
nióti 47,000 tunnum' í fyrra. Þnnnig má kalla velti ár hjá Norðmönnum, bæði
ábatasöm verslun og siglingar, sem er bein afleiðing ófriðarins.
Afli Norðmanna til 27. mars, og samanburður á fyrirfarandi árum:
Ár Fiskur st. Þurkað. Saltað. Meðalalýsi. Hrogn.
1015 36,4 milj. 7,1 m. 28,6 m. 32,000 tn. 47,353 tn.
1914 45,1 » 5,8 » 38.8 » 34,590 » 57,009 »
1913 21,8 » 2,7 » 18,7 » 15,071 » 22,741 »
1912 54,3 » 14,3 » 39,6 » 42,243 » 50,816 »
Fiskiveiðar Brcta námu samtals árið sem leið £ 11,171,286. Þar af var afli
Englendinga £ 8,135,044 en Skota £ 3,036,244. Ársafli Englendinga árið 1913 nam
£ 10,336,689, en hjá Skotum var hann £ 3,795,322, og hefir fiskiafli Breta verið
£ 2,960,725 minni árið sem leið en árið áður, sem eingöngu má kenna ófriðnum.
Þess ber að geta að Englendingar hafa nú bannað síldveiðar við austur-
slrönd Englands og Skotlands í Norðursjónum trá 1. april, og má gera ráð fyrirað
það hann standí yfir þangað til ófriðnum linnir. Ennfremur taka þeir nærfalt dag-
lega fleiri og ffeiri botnvörpunga i herþjónustu.