Ægir - 01.05.1915, Side 8
66
ÆGIR
Hollcndingar veiða mjög mikið af síld árlega, og fá að jafnaði mjög golt
verð fyrir hana eins og annan fisk, sem mest kemur til at' {jví, að þeir láta sjer svo
ant um að vanda vöru sina sem best. Síldarafli þeirra var árið sem leið 657,015
tunnur (pr. tunna 150 kiló). En þegar borinn er saman síldaraflinn fyrir Norður-
strönd íslands á sumrin, sem að eins er stundaður 6—S vikna tíma, þá sjer maður
best, hver gnægð matar er i sjónum við ísland.
Fiskiveiðar Amcríkumanna við Kyrrahafsströndina eru reiknaðar að hafa
numið 38,746,789 dollara árið 1913. Innflutlar fiskivörur til Ameríku árið sem leið
er talið að hafi numið 3,377,012 doll., en árið 1913 2,915,913 dollara, og er hjer að
eins átt við niðursoðinn fisk. Samkvæmt skýrslu norska ræðismannsins í New-
York yfir innflutlan fisk til Bandaríkjanna 1914, þá skvrir hann frá því að inn-
flutt sild hafi numið 92,422,879 pd., sem seld var á 2,997,033 dollara, en árið 1913
var innflutt 92,523,484 pd., sem seld var á 3,646.546 dollara, eða sem næst V*
part meira.
Ræðismaðurinn fer svofeldum orðum um síldarsendinguna frá íslandi í fyrra.
»Heildsöluverðið fyrir 4 k. íslands síld og Belly Cuts var lækkandi í byrjun
ársins, ll,lll/« og 10 dollara i jan. (1914) 8,8 og 7 dollara í júli. t ágúst hækkaði
verðið upp í 10 og seinna upp í 13 dollara, en fjell svo seinna niður í 9xh dollars
sem hún stendur nú í.
Hinn 16. sept. kom norskt gufusldp beina leið frá Reykjavík, sem hafði
meðferðis 3400 tunnur af islenski síld, sem flytjast átti áfram til Chicago til versl-
unarhússins P. V. Bright & Co, Ilvað viðvíkur síld þessari, þá er sagt að frágang-
ur á henni hafi verið slæmur, einkum hvað snertir pökkun og tunnur. Stjórn ís-
lands mun hafa sent mann þar til hæfan, að kynna sjer alt viðvíkjandi söltun, að-
greiningu og annan útbúnað, svo búast má við betri frágangi cftirleiðis.
Verðið var mjög lágt í samanburði við norsk-íslenska síld, svo búast má við
að send verði síld beina leið frá íslandi framvegis«.
Verð á þurum fiski fluttum frá Noregi hefir verið írá 12—16 dollara hver
110 pd., el'tir tegundum og gæðum.
Til samanburðar á skýrslu norska ræðismannsins, þar sem hann minnist á
islensku sildina, vil jeg tilfæra nokkur orð úr brjefi til min dags. 1. apríl frá einu
stóru verslunarhúsi i Chicago, er óskar eftir að komast i bein sambönd við ísland,
með kaup á sild og fiski. Þar er komist þannig að orði:
»P. S. Óefað má gera ráð fyrir þvi, að fulltrúi stjórnarinnar íslensku, sem
var með s/s Hermod í fyrra í sept., hafi skýrt frá nafni kaupandans er keypti sild-
ina úr skipinu. Ef við hefðum vitað af því fyrir fram, að hingað ælti að koma
íslensk síld beina leið, hetðum við að sjálfsögðu borgað meira fyrir hana en þessi
rnaður gerði. En þvi miður vissum við ekkert um þennan farm iýrr en hann var
kominn hingað og seldur. Það er jafnframl auðvitað að eigendurnir hafa hlotið
að tapa talsverðu fje á slíkri sölu.
(Brjefið sem hjer um ræðir verður síðar sent stjórninni til yfirlits og birt-
ingar ásamt öðrum hrjefum hjer að lútandi).
í Kanada eru ný útgefin lög um rögun á saltaðri sild og laxi er ganga eiga
í gildi 1. mai i ár. Þaðan hefir einnig verið bannaður úttlutningur á hvallýsi.