Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1915, Side 9

Ægir - 01.05.1915, Side 9
ÆGIR 67 Frá Newfundslandi hefir útfluttur fiskur síðastliðið ár numið 356,150 cwt., en árið 1913 1,297,107 cwt., eða hjer um bil 1/3 meira. Fiskur þessi var mest fluttur til Brasiiiu — læpu.x helmingur — 369,157 cwt. Til Portúgal var flutt 119,653 cwt. Vestur-Indía 58,106 cwt. og til 12 annara landa minni sendingar. Selveiði við Newfoundland gekk mjög' vel í fyrra, en vegna ófriðarins láu ]>æði skinnin og lýsið óselt þar til siðast í febrúar, að siðast frjettist og eru líklega að mestu óseld enn. Fregn frá NewToundlandi 14. febr. segir, að ekkert al" 235,000 skinnum hafi þá verið selt, og helmingurinn af fyrri árs aíla 372,000 skinn hafi lika legið óseld bæði i London og New-York. Menn hugðu fyrst að skinnin mundu stíga í verði við striðið, vegna þess að búist var við að hægt yrði að setja þau í vetrarklæðnað handa hermönnunum, en reyndin hefir orðið sú, að ekltert hefir verið brúkað af þeim. Þann 16. mars hjelt selveiðaflotinn írá St. John’s (höfuðborg Newfoundlands) til veiða, og voru það 15 skip með 3247 mönnum; 3 skipin fengu í fyrstu talsverða hrakninga i ísnnm, en fleslir mennirnir náðust aftur á ísjökunum litt skemdir. Til llússlands flyst árlega mjög mikið af fiski bæði söltum og nýjum, mest auðvitað frá Noregi. Árið 1912 voru fluttar trá Noregi til Rússlands og Finn- lands 2,200 smálestir saltaður og hertur fiskur. Árlegur innílutningur af síld nem- ur hjer um bil 18 milj. poud*), þar af tlyst V2 lil Libau, V* lil Petrograd og af- gangurinn til ýmsra annara hafna. Rússar hafa nú hækkað innflutningsgjald á sild, sem verið hefir hjer um bil 4 sh. á 50 kíló, en er eftir þessari nýju reglugerð 5 sh. 3Vs pence eða sem næst kr. 4,75 á hver 50 kiló. Þetla feikna gjald hindrar auðvitað mjög mikið alla síld- arverslun til Rússlands, en búist er við að þessi tollur verði fljótt lækkaður aflur. Undanskilin tolli er sú sild sem rússnesk skip flytja inn til Arkangel. Innflutt sild til Libau var 1913 551,725 tunnur. 1912 553,912 tunnur og 1911 540,930 tunnur. Á þessari skýrslu má sjá að sildarverslunin er nokkuð jöfn þessi árin. Árið 1913 var llutt til Arkangel frá Noregi, þur fiskur fyrir 3,100,000 rúbl- ur og söltuð sild tyrir 230,000 rúblur, og til annara haliia þar norður frá sild fyrir 35,000 rúblur. Rússland er álitið sem eitt mesta framtiðarlandið hjer í álfu hvað snertir verzlun með fisk og aðrar sjáfarafurðir, og eru Englendingar, Norðmenn, Danir og Sviar í miklum undirbúningí með að færa sjer 1 nyt verslun og viðskifti við Rússa. Öllum þessum þjóðum er jafn umhugað um að nota nú tækifærið og taka þá versl- un er Þýskaland hafði áður striðið byrjaði. Englendingar hyggja að hafa sömu aðferð er Þjóðverjar höfðu til að ná til sín versluninni, og er það með útsendingu vörubjóða, gjaldfresti og þ. 1. Aftur hugsa hinir sjer meðal annars að stofna skandi- naviskan—rússneskan banka er geti greitt fyrir viðskiftunum, því áður hafi gjald- miðillinn verið mest þýskir peningar en i stað þess eiga að koma lcrónur. Danir vilja stækka fríhöfnina sem nú i ófriðnum hefir reynst of lítil. En það er áreiðan- legt að Þjóðverjar missa mikil viðskifti af völdum þessa ófriðar, þar sem verslun *) 1000 poud lijer um bil 12 sml.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.