Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1915, Qupperneq 10

Ægir - 01.05.1915, Qupperneq 10
68 ÆGIR við þetta feilcna stóra og auðuga land lendir að mestu hjá öðrum, sem þeir einir höfðu óáreittir áður. Innfluttur flskur til Spánar árið 1914 var nokkru minni en áður, eða 48.9 milj. kiló. 1913 54,7 milj. kiló og 1912 53,5 milj. kiló. Þó ber engan vegin að skilja þetta svo, að Spánn neyti minna af íiski en áður, heldur er mismunurinn af orsökum ófriðarins; fiskfarmarnir stoppuðu seinni hluta ársins og komust ekki lil kaupendanna. Ennfremur má líka taka tillit til þess að fiskur er meir og meir fluttur til neyslulandanna beina leið. Áður hafði Spánn mestalla verslun við Suð- ur-Ameriku, Cuba og íleiri staði, en nú er mest af þeim flski er þangað fer, sent beina leið frá fiskilöndunum sjálfum. Árið 1914 ttuttist til Cuba 10,293 sml., 1913 9,847 sml. og 1912 7,521 sml. Þannig heflr fiskiverslun þangað aukist um nær 3,000 smálestir á 3 árum. Frá Noregi vora sendar þangað 4,940 sml. Kanada 2,608 sml. og Englandi 2,138 sml. Frá Chili hefir verið flutt að meðaltali 5,000 kassar af fiski árlega, og hefir eftirspurnin farið vaxandí með ári hverju; mest af fiskinum er neytt í saltpjeturs- námunum og inn i landinu norðan til, en breiðist smám saman meir og meir út. Eftir þvi sem norski ræðismaðurinn skýrir frá, þá býst hann við að mjög mikið mætti auka þar útbreiðslu á flski með auglýsingum og snyrtilegum frágangi á ltössunum sem fiskurinn er sendur i. Hann tekur það tram að seljendurnir sjeu margir hverjir farnir að ábjTgjast fiskinn óskemdan og góðan þegar þangað er komið og hafi það aukið söluna mjög miliið. Fiskurinn er eins og menn hafa el- laust heyrt getið, sendur i blikkkössum, sem eru látnir i trjekassa, og er fiskurinn lítið saltaður en mjög vel þur. Ef hann er hirðulauslega þurkaður þá skemmist hann fijótlega al' hitannm, þótt svona sje um búinn. Svipaður umbúnaður er á fiskisendingum til flestra hinna heitari landa, og verður síðar vikið af þvi. Þurk- aður ósaltaður fiskur er einnig farinn að flytjast til ýmsra af hinum suðrænu lönd- um, en þó er talsvert minna flutt af þcirri vöru. Fiskiveiðar Frakka, Hin siðasta skýrsla sem hægt er að ná í yfir fiskiveið- ar Frakka er frá 1911, og er allur afli ílultur á land það ár talinn að nema 169,703,571 franka (kr. 122,186,571), og var sá afli lijer um bil Vs milj. franka meiri en árið áður. Aílinn við ísland og Newfoundland var minni 1911, en verðið var hærra. Tala manna er taka þátt i fiskiveiðum var talin 137,057, og er mestur hluti þessara manna fiskimenn, er stunda sardinuveiðar og önnur aflabrögð frá landi á minni bátum og seglskipum. Fiskiskipin það ár voru: 291 gufuskip 45,803 smálestir að stærð. 338 mótorbátar 1975 sml. 28,326 seglskip og bátar 199,836 sml. Allur fiskiveiðaútbúnaður var metinn 24,867,617 frankar. Það ár stunduðu 129 skip veiðar við ísland en 230 við Newfoundland. Verðmæti aflans frá íslandi var talinn 6,335,300, en frá Newfoundlandi kr. 13,864,600. Ekkert land í heimi leggur jafnmikið fram af opinberu fje til styrktar fisk- veiðum eins og Frakkar, þannig er talið það ár, að úr rikisstjóði hafi verið varið

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.