Ægir - 01.05.1915, Side 13
ÆGIR
71
En þó má þetta allt kallast gjafverð í samanburði við verðið fyrir 100 árum
síðan. Árið 1800 var hveiti í 114 sh., quarter, en fjell svo að það 1803 var komið
niður í 59 sh., eða svipað og nú; en það verð stóð ekki nema stutta stund, því
verðið fór hægt og hægt stigandi aftur svo það var komið i 126 sh., árið 1812, en
það hefur það líka komist hæst sem getið er um nokkurn tima áður. 1815 komst
það niður í 66 sh., 1849 er það í 49 sh., en 1851 komið niður í 39 sh., en nokkru
síðar kom Krím stríðið og þá steig það aftur í 75 sh. Þannig sjest það fyllilega að
hveitiverðið er mjög háð þeim breytingum er verða þegar ófriður geysar«.
Sieinolia var framleidd i Ameriku árið sem leið 292 milj. tunnur, 1913 248
milj. tunnur, þannig hefur framleiðslan aukist um nærfelt 44 milj. tunnur. Orsökin
talin sú, að aukin framleiðsla er í Mið-Ameríku og fylkjunum þar í kring.
í Argentinu er verið að vinna að borun á nýjum námum, og er búist við
að framleitt verði þar bráðlega um 12,000 smálestir mánaðarlega.
Verð á vörum er yfir höíuð svipað og í byrjun ársins, en aftur á móti hafa
Jlutnings gjöld lækkað dálítið.
Verð á flski og flskiafurðum er eins og áður er sagt mjög gott og lítur út
fyrir að það verð lialdist lengi fyrst um sinn. Eins lítur út fyrír að verð á íslen-
skri síld verði gott i ár, þar sem markaður gjörist greiður til Ameriku og miklu
minna verður að líkindum framleitt en áður.
Amerískir síldar-og fiskkaupmenn segjast geta keypt ógrynni af síld og íiski
og er þar væntanlega markaður fyrir íslenskar afurðir, eins og siðar mun verða benl
á í skýrslu er send verður til stjórnarinnar.
Þess hefur áður verið getið að lýsi komst seint i mars i mjög hátl verð, alt
að 200 mörlc hreinsað á Þýskalandi, og var selt óhreinsað í Björgvin á um 160 kr.
tunnan. Þetta verð stóð þó ekki lengi, brátt barst inn á markaðinn ódýrari tilboð
svo verðið komst niður i 140 kr. óhreinsað, um mánaðarmótin mars og apríl.
Lýsis markaðurinn stóð altaf hærra í Noregi en i Englandi vegna eftirspurnar frá
Þýskalandi sem var svo mikil. Norðmenn sem buðu hjer lýsi sitt fyrir frá 190—
225 sh., fengu auðvitað ekki neinn til að samþykkjB það boð, því Englendingar
munu hafa selt lýsi til Noregs og þannig orðið þess valdandi að markaðurinn fjell.
Það er einna glöggastur og bestur mælikvarði fyrir markað á hvaða vöru
sem er, hvað hún er boðin fyrir, og þegar nú íslenskur fiskur stendur ekki að
neinu leyti að baki norskum íiski, (nema hvað hann er honum fremri hvað snertir
verkun og aðra meðhöndlun) þá mætti ætla að íslenskir fiskeigendur gætu haldið
honum í svipuðu verði.
Fiskikaupmenn frá Aalesund og Kristiansund hafa boðið fisk sinn fvrir það
verð sem hjer segir:
Fisk til Lissabon pakkaðan í striga 60 kil. bestu tegund 80 sh. og lakari
tegund 79 sh. kver 100 kil. á höfn þar, að frádregnu 4°/o.
Fisk til Oporto, óragaðan, 77 sh. hver 100 kil. netlo að frádregnu 1% kom-
in á höfn þar.
Fisk til Havana selja þeirr á 41 sh. hvern kassa 45 kilo, komið á höfn þar,
að frádregn 1%.