Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1916, Qupperneq 5

Ægir - 01.03.1916, Qupperneq 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS 9. árg. Reykjavík. Mars 1916. Nr. 3. Síidarveiöar útlendinga hjer við land. Þegar jeg skrifaði ritgerð mína um síld- arveiði Norðmanna, í ágúst-blað Ægis í fyrra, þá gerði jeg það til þess að benda fflönunm á ástandið, svo að þeir, sem nieira eru i-iðnir við atvinnuveginn athug- uðu það og gerðu eitthvað í þá átt að laga, ef ekki væri alt sem skyldi. Jeg skrif- aði aðeins um það, sem fyrir mín augu bar þessa 4—5 daga, sem jeg dvaldi á Siglufirði. Jeg ætlaðist eigi til að menn tækju mín orð i þeirri rilgerð óskeikanleg, því til þess var reynsla mín of lítil og þekking á öllu er að því laut. Margir koinu þó og töluðu við mig um þessa ritgerð og leist ekki á aðfarirnar, en hún var skrifuð það snemma, að tími hefði verið fyrir al- þingi, að grenslast nánar um ástandið og leggja eilthvað á síld þá, sem út var ílult. Fótt ekki hefði verið lögð nema 1 kr. á tunnu í útflutningsgjald fram yfir gamla taxtann, þá hefði það orðið góð l'úlga, sem inn hefði kornið með því álagi, og það var engin ástæða til að hafa það svo lítið, einkum þegar útflutningsgjald á síld frá Noregi varð eflir veiðitímann 4 kr. á tunnu og að eflaust hefur verið ílutt út eitthvað af öllu því ógrynni af síld er Norðmenn fiskuðu hjer. Það er með öðrum orðum, að auk aflans sem farið var með hjeðan, græðir landsjóður Noregs það, sem land- sjóður íslands hefði átt að fá. Þetta gekk nú þannig í fyrra og ekki tjáir að æðrast um orðinn hlut, og að finna að gerðum annara er auðveldara en að framkvæma þær, og eiginlega ljótur siður, en hann er svo algengur hjer hjá oss, að hætt er að taka til slíks, því hjer rakkar hver annan niður og það fer svo langt, að sje ekki hægt að finna að hvað einhver er illur, þá er fundið að því að hann sje of góður, og eiginlega veit enginn hjer í hvern fótinn hann á að stíga svo heiminum líki, og er það ilt fyrir eins litla þjóð og vjer íslend- ingar erum, ekki fleiri en það, að væri okkur öllum komið niður í einhverjum úljaðri Lundúnaborgar, bæri sáralítið á þeirri viðbót í bæinn. Vjer ættum að halda hóp betur en vjer gerum og einkum þegar um rjettindi aðal- atvinnugreinar landsins er að ræða; að vernda þau og reyna að færa oss í nyt auðæfin sem sjórinn í kringum landið geymir, það ælli að vera mark og mið, í það minsta sjómannastjettarinnar, ef ekki allra landsmanna, og sameiginlegur vilji á það að vera, að láta ekki annara landa menn fólum troða þann rjett, sem vjer eigum í voru eigin landi. Við erum fátæk og fámenn þjóð og þess vegna ekki þess meguugir að halda uppi öflugri strandgæslu, sem gæti bætt upp vitlaust lagða landhelgislínu, en þjóðin á þing, sem gæti samþykt ýms lög, sem, væru þau vel úr garði ger, gætu komið ýmsu góðu til leiðar, þegar um yfirgang útlendinga er að ræða og einkum síldveiða-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.