Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1916, Qupperneq 9

Ægir - 01.03.1916, Qupperneq 9
ÆGIR 37 ef hægt væri að koma því við, nærri ís- geymsluhúsinu. I Keflavík mundi þetta einmitt mjög auð- velt, og i margt hefir Duus-verslun ráðist, sem erfiðara er og sem eigi virðist færa eins auðsæan arð, enda þótt nauðsynlegt sje. Býst jeg við að eigi líði mörg ár þar lil verslunin ræðst í þetta, eigi livað síst ef það er satt sem nú er talið vist, að verslunin sje að koma sjer upp allmiklum vjelbátaflota, sem ætlað sje að stunda veiði frá Keflavík. Útgerðarmennirnir í Keflavík tóku í vet- ur ís í hið nýja isgeymsluhús sitt af svo- nefndri Vatnsnestjörn, sem er allnærri ís- geymsluhúsinu, enda mun það standa í Vatnsneslandi. Var ísnum ekið á hand- vögnum og virtist það ganga allvel. Frá Keflavík fór jeg vestur yfir heiðina til Stafness. A Stafnesi býr Vilhjálmur Hákonarson hins auðga, er áður bjó á Stafnesi. Á Stafnesi gisti jeg um nóttina. Daginn eftir fór Vilhjálmnr með mjer suður með sjónum til að skoða Bátsenda og Þórshöfn. Bátsendar eru rjett sunnan við túnið á Staf- nesi, en Þórshöfn nokkru sunnar, norðan- vert við mynni Ósanna, þvi nær gegnt Kirkjuvogshverfinu í Höfnum. Bátsendar voru til forna verslunarstað- ur, en nú er mest af rústunum komið i sjó. Hefir landið lækkað mjög þarna útfrá °g sjór gengið mjög á land. Höfnin á Bátsendum hefir verið ailgóð, þegar inn á hana var komið, en eigi hefir ávalt verið auðvelt að komast inn á hana, því sundið er mjótt og brýtur fremur fljótt. Höfnin er vogur inn á milli tveggja skerja og lágu skipin þar fyrir landfestum. Eru enn járn- festarhælar þeir, er skipunum var fest við i kleltana báðum megin. Naumast mun hafa legið meira en eitt hafskip i einu á höfninni. En væri bryggj- ur gerðar norðan megin liafnarinnar mundi mega koma mörgum mótorbátum þarna fyrir. Kostnaður við bryggjugerð þarna mundi eigi verða mjög mikili, enda gæti eigi komið til mála, að bið opinbera tæki neinn þátt í þvi, til þess er höfnin of lit- il og veitir of fáum athvarf. Vildu Stefnesingar og Hvalsnesingar koma sjer upp vjelabátum og lrugsuðu að halda þar til, gæti komið til mála að landstjórn- in styddi að því með einhverjum lítilfjör- legum styrk. IJm Þórshöfn má segja hjer um bil alt hið sama og um Bátsenda. Þó mun höfn- in þar jafnvel minni en Bátsendum. Sjást þar enn i skerjunum akkerishringir þeir, er skipin festu sig við. Þórshöfn er að einu leyti álitlegri staður til útgerðar en Bátsendar. Þar er allstórt, sjálfgert fiskverkunarsvæði, en frá Bátsend- um mundi þurfa að flytja hvern fisk til verkunar annarstaðar. Stafnes er mjög sætiieg eign og hafa þar löngum búið auðmenn. Er það einkum eða eingöngu sjávarafli, sem þeir hafa auðgast á. Um nafn bæjarins ber mönn- um eigi saman. Nefna sumir það Stafn- nes, en aðrir Stafnes. Sögð var mjer sú saga, að fyrrum hefði jörðin heitið Starnes. Sunnan og vestan við bæinn er melur, er sjór flæðir nú yfir um hvert flóð. Er sagt, að þar hafi verið starengi og hafi bærinn dregið nafn af þvi. Skamt frá lendingunni á Stafnesi er boði sá, er Stafur nefnist. Á þeim árum, sem konungur rak versl- un á Bátsendum, bjó á Stafnesi gamall maður blindur, er átti tvo sonu. Þessir synir karls reru á konungsskipi frá Staf- nesi. Einhverju sinni fórst konungsskipið á boðanum við leiðarsundið, sem þá hafði ekkert sjerstakt nafn. Þegar karl frjetti um lát sona sinna og með hverjum atvikum það hafði að borið ljet hann leiða sig fram að sjó, svo sem

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.