Ægir - 01.03.1916, Blaðsíða 10
38
ÆGIR
lengst varð komist um háfjöru. Ljet hann
svo segja sjer i hverja átt boðinn væri og
eftir þeirri tilvisun, skaut hann slaf, er
hann hafði haft í hendi sjer, út í boðann
og ljet það ummælt, að uppfrá þvi skyldi
boðinn heita Stafur, nesið Stafnes og að
aldrei framar skyldi menn farast þar i
lendingu, ef á »rjettu sundi væri«. Líkar
sögur ganga af flestum lendingum á Reykja-
nesi.
Sagt er að eigi hafi orðið slys í lendingu
á Stafnesi, siðan þetta konungsskip fórst
þar.
Nú eru menn á Miðnesi alment farnir
að nota net á vertiðinni, en eigi er langur
tími siðan.
Vilhjálmur Hákonarson sagði mjer frá
hvernig það hefði atvikast, að farið var
að nota net á Stafnesi. Menn þar hefðu
alment liaft þá trú, að eigi væri hægt að
hafa þar net vegna strauma og ókyrðar og
það inyndi aðeins til tjóns, fyrir útgerðar-
menn að leggja út í þann kostnað.
Á einhverri vertíð, skömmu fyrir alda-
mótin síðustu, jeg man ekki hvaða ár það
var, var rjett enginn afli á Miðnesinu,
hvorki á. lóð nje færi.
Árni Geir Þóroddsson, sem nú er út-
gerðarmaður í Keflavik, reri þá á útveg
Hákonar á Stafnesi, föður Vilhjálms. Árni
hafði vanist netum og hafði þá trú, að
veiðast myndi í net, ef til væru, þótt ekki
veiddist neitt á lóð né færi.
Leitaði hann leyfis hjá Hákoni að mega
fá að láni einhverja netagarma, sem hann
vissi að voru til inni i Keflavík eða Vatns-
leysuströnd. Hákon var lengi tregur, en
Ijet þó Árna ráða. Fór þá Árni og fjekk
fáein nef, sem bæði voru gömul og rifin.
Með þessi net fór Árni einn á sjó, því
allir voru hættir sjóferðum vegna afla-
leysis.
Um kvöldið kom Árni að, með það sein
skipið gat ílotið með af úrvals þorski.
Var nú farið að leitast við að fá fleiri
net og voru kejrpt bæði grásleppu- og
rauðmaganet hvar sem fengust og alt fylt-
ist af þorski. Gamla trúin var dauð í
einni svipan, og síðan hafa net verið not-
uð á Miðnesi og hefir eigi rætst sá kvíð-
bogi, er menn báru fyrir þvi að þau eigi
hjeldust þar vegna ókyrðar. Þvert á móti
hefir reyndin orðið sú, að netin hafa hald-
ist þar betur en i Garðsjó, og aflinn hefir
stórum aukist,
Ótaldar eru þær þúsundir króna, sem
þessi framtakssemi Árna hefir veitt Mið-
nesingum, Hafnamönnum og Grindvíldng-
um, því þegar reyndin varð þessi á Staf-
nesi, þá tóku einnig Hafnamenn að nota
net og Grindvíkingar sköiiimu siðar.
Aðeins örfá ár eru síðan að Eyrbekk-
ingar og Stokkseyringar tóku að nota net.
Var þar hin sama heimskulega trú meðal
fiskimanna, að eigi væri unt að nota þar
net. í Vestmannaeyjum byrjaði norðmað-
ur að veiða með netum, veturinn 1914—15
og gafst það afbragðs vel. Þó er þar eigi
enn lengra komið en svo, að í vetur eru
4—5 bátar, sem nota fiskinet og afla þeir
margfalt á við aðra.
Þá er það og hörmulegt, hve seinir Vest-
mannaeyingar eru til að koma sjer upp
sildarreknetum. Er það þó fullvist, að sild-
in kemur til Eyjanna á allflestum vetrar-
vertíðum og Eyjamenn mundu geta veitt
sjálfir alla þá síld, er þeir þarfnast til beitu.
Mundi það spara þeim margar tugi þús-
unda útgjöld.
í Sandgerði skoðaði jeg böfnina af nýju.
Sje jeg ekki ráð til að stækka hana, en
gerlegt mundi að gera hana öruggari en
hún er nú. Jeg geri ráð fyrir, að stein-
steypugarður gæti staðið á Býjaskerseyr-
inni og yrði það mikil hlifð fyrir höfnina.
Það er jafnvel liklegt að gera mætti
»bólverk« við eyrina, sem leggja mætti
skipum við. Byggi jeg þetta álit á þvi, að