Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1916, Side 15

Ægir - 01.06.1916, Side 15
ÆGIR 75 Sildaraflinn hefur verið sem hjer segir, borinn saman við undanfarandi ár; talinn i málurn: 1916 1915 1914 1913 1912 950,820 684,176 668,500 864,750 576,500 Allur vorsildaraflinn er talinn að nemi rúmlega 40 milj. kr. og er það mörgum sinnum meira en dæmi eru til áður í sögu Norðmanna. Verð á fiski og fiskiafurðum cr nú eins og hjer segir: Meðalalýsi óhreinsað er nú selt á 525 kr. tunnan. Það hefur að undanförnu verið selt á 575 kr. lunnan en er nú lægra, en búist er við að núverandi verð haldist fyrst um sinn. Annað lýsi er selt á 400 kr. til 420 kr. eftir lit og gæðum. Vorsild er seld á 75 kr. lunnan fisk- pökkuð. Hrogn, eru seld á 80 kr. tunnan, góð vara ósorteruð. Verð það sem hjer um ræðir er mið- að við vöru i stærri hlutum i vöru- geymsluhúsum i Bergen. Verð á fiski i nyrðri veiðistöðvunum i Noregi hefur verið frá 21—40 aur. kil. slægður fiskur. Lifur 1,20—2,00 kr. líter, og hrogn 15 aura líter. í Lofoten hefur verðið verið ennþá hærra. Fiskur 35—40 aura kil., lifur 1,40-2,40 kr. liter. Saltfisksmarkaðurinn er ekki mjög mik- ill nú sem stendur. í Kaupmannahöfn eru byrgðirnar að smáminka, þvi lítið berst að enn þá. Verðið er skrásett sama og áður. Norðmenn hafa selt mikið af íiski sinum söltuðum til Englands og Þýzkalands og er t. d. mælt að Englend- ingar eigi þar fisk- og síldarbyrgðir liggj- andi fyrir um 40 mill. kr. Er talið að Englendingar hafi gert þetta til að minka innkaup Þjóðverja. Nokkrár hleðslur aí saltfiski hafa verið sendar' lil Grímsby fyrir reikning Englendinga sjálfra frá Noregi og selst um 40 aura kiló en þann sama fisk hafa þeir jafnvel orðið að aupa i Noregi fyrir um 80—90 kíló svo ekki er lítið lagt í sölurnar til að ná fæðunni frá munninum á Þjóðverjum. Þann 20. þ. m. segja Norsk Handels- tidende að boðið sé 90 aura i kíló sall- fisks i Aalesund en seljendur vilja ekki selja fyrir það verð. Verðið á fiski i hinum suðlægari lönd- um helst stöðugt hátt og byrgðir mjög litlar. Verð á sild i Hamburg hefur nú stöð- ugt verið 111 mörk tunnan, islensk sild. Útlendar vörur fara hækkandi. Salt i Bergen selt 7,50 kr. hl. Kol i Leith 32/6 sml. Flutningsgjöld svipuð og siðast. 1 dag hefur fiskur frá Reykjavik, sem kom með s/s Gullfoss verið seldur hjer á staðnum, saltufsi kr. 78,00 pr. skipp. og saltþorskur kr. 96,00 pr. skippund. Ný lög og tilgkipanir. Nærfell daglega eru birt ný lög og lyrirskipanir snerlandi verslun og við- skifti, bæði af hernaðarþjóðunum og eins af þeim sem hlutlausar eru. Þannig cr hinn 9. apríl auglýsl tilkynning frá utan- rikisstjórninni þýzku um að sild og allar aðrar tegundir af saltfiski sem seldar eru til Þýzkalands skuli sendar til »ZentraI- einkaufsgesellschaft« Berlín. Ennfremur er bannaður flutningur á þessum vör- um gegnum Þýzkaland til sölu annar- staðar nema með sjerstöku leyfi þess. Norðmenn hafa einnig með sjerstökum lögum bannað útflutning og sölu á alls- konar tegundum af fiskilýsi frá Noregi,

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.