Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1916, Page 6

Ægir - 01.07.1916, Page 6
82 ÆGIR Reglugjörð um ráðstaíanir t,il að tryggja vorslun landsins. Samkvæmt heimild í 1. gr. bráðabirgðalaga 24. maí þ. á., um heimild handa landsstjórninni til ráðstafana til tryggingar aðflutningum til landsins, eru hjer með sett eftirfarandi fyrirmæli. 1. Bannað er að flytja út írá íslandi hverskonar farm eða farmhluta, í öðrum skipum en þeim, er í ferð sinni lil ákvörðunarstaðarins koma við í breskri höfn. Þetta gildir þó eigi um skip, er hjeðan fara beint til Ameriku með farm eða farm- hluta, ef stjórnarráð íslands veitir samþykki sitt til þess. 2. gr. Áður en skipa megi farmi þeim eða farmhluta, er í 1. gr. segir, út í skip hjeðan til úllanda, skal skipstjóri undirrita og afhenda lögreglustjóra eða umboðs- manni hans skuldbindingu um viðkomu i breskri höfn, svo sem í fyrstu grein að oían er fyrir mælt, og má eigi afgreiða skip af íslenskri höfn nema skipstjóri hafi áður gefið slíka skuldbindingu. 3. gr. Bæði sá, er út lælur ílytja.án þess að ákvæðum 2. gr. sje fullnægt, og skip- stjóri, skal sekur talinn við ákvæði 2. gr. 4. gr. Sá, er byrjar að skipa út, án þess að slík skuldbinding sje gefin, sem í 2. gr. segir, skal sæta sektum frá 200—10000 krónum, og telst bæði sá, er út hefur látið skipa, og skipstjóri sekur um þelta brot. Ef skip fer bjeðan með farm eða farmhluta, án þess að skipstjórí hafi gefið fyrirskipaða skuldbinding, skal bæði sá, er út hefur látið flytja, og skipstjóri sæta sektum, hvor í sínu lagi, frá 10000—50000 krónum. Skipstjóri, sem án alment óviðráðanlegra atvika brýtur skuldbindingu sína, er hann gefur samkvæmt 2. gr. skal sæta sektum frá 10000—100000 krónum, og telst líka sá, er út lætur skipa, sekur um þetta brot. Þá er ákveða skal sektir, skal taka hliðsjón til verðmætis þess, sem flytja skal eða ílutt er í slcipi. Skip og farmur er að veði fyrir seklunum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.