Ægir - 01.07.1916, Page 7
ÆGIR
83
5. gr.
Með mál út af brotum gegn reglugjörð þessari skal fara sem almenn lög-
reglumál.
Áður en dómari úrskurði sektir, án þess að niál fari undir dóm, skal málið
borið undir stjórnarráðið.
6. gr.
Reglugjörð þessi öðlast gildi þegar í stað.
í stjórnarráði íslands, 30. júní 1916.
í fjarveru ráðherra
Kl. Jónsson.
Jón Hermannsson.
Reglugjörð
um
viöaixlca. viö reglugjörö 30. jiíní 1916 um rfiö.stafa.nir
til aö tryggja verslun landsins.
Samkvæmt heimild í bráðabirgðalögum 24. maí 1916 eru hjermeð sett
eftirfarandi viðaukaákvæði við reglugjörð 30. júní 1916.
1. gr.
Bannað er að hlaða í skip á íslenzkri liöfn fisk og fiskafurðir, þar á
meðal síld, síldarmjöl og síldarlýsi, ull, gærur og saltað kjöt, án þess að varan
hafi verið boðin til kaups umboðsmanni Breta hjer á landi, nema liann hafi
neitað að kaupa eða liðnir sjeu meira en 14 dagar frá framboðinu, án þess að
hann hafi svarað.
Hver sá, er hlaða lætur ofannefndar vörur, svo og skipstjóri, er við þeim
tekur, án fullnægju framannefndra skilyrða, skal sekur um 200—10000 kr. til
landssjóðs.
Skip og farmur er að veði fyrir sektunum.
2. gr.
Banuað skal að afgreiða sldp frá íslenzkri höfn, nema lögreglustjóra eða
umboðsmanni hans haíi verið sýnd skilriki fyrir því, að skilyrðum, er i 1. gr.
getur, um framboð til umboðsmanns Breta hafi verið fullnægt.