Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1916, Síða 11

Ægir - 01.07.1916, Síða 11
ÆGIR 87 fjelög með 149 veiðibátum, 23 bræðslu- stöðvar i landi og 36 stór skip er bræddu lýsið um borð. Nú eru aðeins 15 fjelög eftir. Eflaust hefur þetta þau áhrif, að verð á lisi lækkar ekki fyrslu árin ofan i það verð sem var fyrir striðið. Síðan um nýjár hefur hvalveiðaflotinn minkað uin 53,000 smálestir. Selveiðin við New-Foundland hefur verið mjög góð í vetur; af 12 skipum sem tóku þátt í veiðinni voru 9 komin til hafnar 15 maí og höfðu fengið afla fyrir 589,472 doll. eða að meðaltali 73,683 doll. hvert skip. Lýsið er selt til Englands. Hjer fer á eftir skýrsla yfir síldveiði Norðmanna i Norðursjónum síðastliðin 13 ár, ásamt verðmæti als aflans og meðalverð á hverri tunnu 90 kíl. í afla- skýrslunni er ekki meðtalið tunnur og salt, en hæfilegt er að áætla það kr. 7,50 sem bætist þá við á hverja tunnu. Ar. Tunnur. Verö kr. Hvcr tn. kr. Kil. kr. 1915 1,601 45,920 28,69 0,41 1914 1,842 27,000 14.66 0,25 1913 9,127 155,200 17,04 0,27 1912 21,384 256,608 12,00 0,2172 1911 11,852 124,446 10,50 0,20 1910 19,110 191,000 10,00 0,197= 1909 39,658 325,000 8,19 0,17 1908 10,840 88,000 8,18 0,17 1907 93,150 675,000 7,25 0,16 1906 67,860 320,000 12,08 0,2172 1905 32,250 380,000 11,78 0,21 1904 16,470 160,000 9,70 0,19 1903 16,700 220,000 13,16 0,22 Af þessari löflu sjest meðal annars að meðalverð á sild síðastliðin 12 ár — þegar frá er talið siðastliðið ár — hefur verðið 207= eyri komin til Noregs, og hefur svipað verð fengist fyrir íslenska sild þangað komna, tilsvarandi ár. Þetta ætti ekki hvað síst að vera mönnum til leiðbeiningar fyrir seinni timann og vekja menn lil umhugsunar um það hvort ekki sje ráðlegt að fara varlega með kaup á stórum og útgjörðarfrekum mótorbátum eflirleiðis, einungis með það fyrir augum að græða fje á síldveiðinni. Yíst er um það, ófriðurinn hættir fyr eða siðar og þá er ekki ólíklegt að síldarverðið kom- ist lægra en það hefur verið þessi um- getnu ár. Aihugi menn þetta. Frá 24. maí, hafa Svíar með lögum bannað að senda út úr landinu saltan þorsk, löngu, ýsu, upsa og lúðu. Norðmenn hafa ákveðið og fyrirskipað háverð á nýjum síldartunnum, sem ekki má yfirslíga kr 7,00 fyrir hverja tunnu, afhenta á sldpsfjöl eða járnbraut á þeim stað sem smíðið fer fram. Þó má bæta við verðið fluttningsgjaldi, ef afhending er áskilin annar staðar. Fiskmarkaðurinn. Kaupmannahöfn: Fyrirliggjandi hyrgð- ir hjer miklar, einkum af saltfiski. óráð- legt að senda hingað meir fyrst um sinn. Þorskur afhnakkaður kr. 138,00 skpd., óafhnakkaður kr. 125,00. Saltfiskur 80— 82 kr., flutlui' á sldpsfjöl á íslandi. Upsi 80 kr. hjer. Lýsi. Meðalalýsi óhreinsað 210 kr. tunnan. Aðrar tegundir Í70—180 kr. af- hent hjer á staðnum. Hrogn, 60 kr. tunnan. Sundmagi kr. 1,50 kíl. Aðrar fiskilegundir svo sem ýsa, þyrskl., labrador, langa o. fl., hefur ekki verið seldar svo mjer sje kunnugt frá íslandi til Miðjarðarhafsins. Aftur á móti hefur

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.