Ægir - 01.08.1917, Blaðsíða 7
ÆGIH
111
magnsframleiðsluvélin, sem kend er við
Goldsckmidt, og hafa stærri kerfin keypt
þau einkaleyfi sitt í hverju landi. Tæki
DeForest eru nú að ryðja sér til rúms;
viðtökutæki hans hafa náð afar mikilli
úlbreiðslu síðustu árin og eru víst út-
breiddust allra viðtökutækja. Senditæki
hans eru nýrri og komu eiginlega ekki á
markaðinn fyrri en í fyrra.
Práðlaugt flrðtal.
Eigi löngu eftir að þráðlausa firðritunin
var fundin upp, fóru menn að gera kröfur
til þráðlauss firðtals. Hvenær það er talið
að hafa hepnast í fyrsta sinn er mér ekki
kunnugt um, því að margir vísindamenn
víðsvegar um heim hafa gert tilraunir með
það í mörg ár og hafa lengi við og við
borist í dagblöðunum frétlir af þráðlausu
firðtali, án þess að það hafi þó komið á
daginn. Það fyrsta verulega, sem heyrst
liefir af þráðlausu firðtali var haustið 1915,
er talað var yfir þvera Ameríku og langt
út á Kyrrahafið, jafnframl þvi sem talað
var yfir Atlanzhafið. Félög þau, sem af-
reksverk þetta liggur eftir eru The Western
Electric Company og The American Tele-
phone and Telegrapli Compamj. Um áhöldin,
sem notuð voru vita menn ekkert með
vissu ennþá, annað en það, að aflið í
sendiloftnetinu var 20 kw. Þeir sem kunn-
ugastir eru á sviði þráðlausrar firðritunar
hafa getið þess til, að notuð hafi verið
firðtalsáhöld ameríska vísindamannsins
Dr. Lee DeForest, sem fyr var getið, enda
liafði The Western Electric Go. fyrir
nokkrum árum keypt sér einhver réttindi
í einkaleyfum hans. í viðtali við blaða-
menn vorið 1915 sagði Dr. DeForest, að
ef lionum væru fengnir nægilegir peningar
í henduj’, skyldi hann að ári getað talað
þráðlaust yfir Atlanzhafið, og liefir hann
nú skýrt frá, hvernig það sé hægt.1) Sjálf-
ur býr hann nú til áhöld, sem hægt er að
tala með þráðlaust yfir 500 kílómetra eða
meira.
Danskur hugvitsmaður, Dr. Vald. Poul-
sen, hefir eilthvað fengist við tilraunir með
þráðlaust firðtal, en mér er ekki kunnugt
um árangur þeirra tilrauna og býst við
að hann sé ekki mikill. Hin þráðlausu
félögin hafa einnig fengist meir eða minna
við slíkar tilraunir, en lítið orðið ágengt
Þar sem eg býst við að þráðlaust firð-
tal muni geta komið íslenzka fiskiskipa-
ílotanum að öllu meiri nolum en firðrit-
unin, ætla ég að fara nokkrum orðum
um það. Þegar minst er á þráðlaust firð-
tal, getur maður ekki gengið fram hjá
sannnefndu töfratæki, sem á máli vísind-
anna er nefnt Audion og er rafmagns-
glóðarlampi, en að því leyti frábrugðinn
venjulegum glóðarlömpum, að auk glóðar-
þráðarins- eru í honum 2 skaut, grind og
plata. Ahald þelta hefir reynst mjög gott
til viðtöku í þráðlausri firðritun og firðlali,
og má segja, að DeFoiest-kerfið grund-
vallist algerlega á því. Auk þess að nota
Audionið til þess að taka við, má einnig
nota það til sendingar og framleiðir það
hinar svonefndu óhömluðu sveiflur, sem
nauðsynlegar eru þráðlausu firðtali og þær
beztu sem hægt er að hugsa sér fyrir
þráðlausa firðritun.
Straumur sá, er myndast í viðtökutækj-
unuiu, er mjög veikur og oft svo veikur,
að eigi er hægt að heyra merkin. Með
Audion má efla hann töluvert, og er það
gert á þann hátt, að straumurinn er látinn
fara í gegnum hvern lampann á fætur
öðrum — þó aldrei fleiri en 3, því þá er
hann orðinn svo sterkur, að hljóðið ætlar
að æra menn. Áhald þetta er nefnt Audion-
straummagnari, og má nota það eigi ein-
göngu í þráðlausum, heldur einnig í þráð-
ar firðviðskiftum, t. d. var Audion einn af
1) Sjá »The Elcctricial« 31. des. 1915.