Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1917, Blaðsíða 11

Ægir - 01.08.1917, Blaðsíða 11
ÆGIR 115 að það spari mér andpófsmann, og er þá mikið sparað. Eg reyndi það einu sinni, og reyndist það mér vel, en það var minn siðasti róður, sem eg fór á sjó i haust«. Að rekakkeri sé hugmynd, ekki bundið við neitt sérstakt lag, sannar eftirfarandi íramburður skipstjóra Odds Valentínus- sonar á Öldufundi í vetur: »Á leið frá útlöndum síðastliðinn vetur á mótorskipinu »Svan« frá Stykkishólmi, hrepti eg storma mikla á hafinu, og tók skipið að laskast. Eg hafði lesið um rek- akkeri í Ægi, en þekti það ekki að öðru leyti. Ekkert rekakkeri fylgdi skipinu, en eg sá að eitthvað yrði að gera til að bjarga því, og tók steinolíutunnu, er var á þilfarinu, hjó göt á báða botna, þræddi sterkum kaðli í gegn, hnýtti fyrir við annan botninn og fleygði tunnunni út- byrðis. Hún fyltist brátt og flaut í sjó- skorpunni. Eg gaf eftir á kaðlinum, eins og mér þótti nægilegt, stöðvaði siðan mótorinn og lá fyrir þessu í l1/* sólar- hring. Um skipið fór vel þann tíma, og skipverjar löguðu það, sem aflaga hafði farið, þótt veðrið héldist óbreytt«. I’egar eg fyrst byrjaði að rila um rek- akkeri, vakti það fyrir mér, að hyrja á þvi, sem mest áriðandi var, að fylgdi báturn, og bjóst aldrei við, að jafn vanda- laust mál yrði ekki tekið til greina meira en gert hefir verið, ætlaði mér að byrja á einu fyrst og bæta svo við því, sem eg bezt vissi og gæti lesið um í bókum. Hvaða bjargráð skyldu það vera, sem stjórn Eiskifélagsins ætti að koma fram með, sem Ægir hefir ekki þegar drepið á, og sem menn þá vildu sinna. Alt er fyrir hendi nú, því á þá að salta það í 2 ár enn, er það bót? Vátryggingafélögin eiga að vera og eru mesta og öruggasta bjargráðið, en bjarg- ráð geta þau að eins orðið, þegar áherzla er lögð á, að farið sé eftir fyrirskipuðum ákvæðum, hvað útbúnað og annað snertir. Þessu næst koma þeir, sem á bátunum eru, hvort þeir hafa vilja á að viðhafa varúðarreglur á sjónum. Einhver snefill af mannúð fylgir flestum sem lengi stunda sjó, og ber margt til þess, og mannúðar- verk er það hjá hverjum formanni, að gera sitt ílrasta til þess, að þeim, sem reiða sig á þekkingu hans, aðgætni og stjórn, sé gerð vistin sem óhultust fyrir lif og limi. — Það eru auk þess fleiri en þeir, sem innanborðs eru, sem eiga fram- tíð sina undir skilningi formannsins á starfi sinu; það eru konur, börn og ætl- ingjar hásetanna, og það lólk hlýtur einnig að koma til greina. Eg hefi fyrir mörgum árum bent mönn- um á, að gleyma aldrei að strengja ör- yggislinu (Liíelines) milli reiðanna á skipum, þar sem skjólborð eru lág, svo að skipsmenn hafi eitthvað til að gripa i, velti skipið, og slikt ætti aldrei að for- sóma. Nýlega ritaði eg um það efni, en hvort menn sinna því, veit eg ekki, en líftrygging sjómanna ætti að geta heimtað slikt og láta þá sæta ábyrgð, sem van- ræktu verk, sem ekki.er margbrotnara en það. Eg minnist þess, að síðan eg kom til Reykjavikur, hafa mótorbátar mist úl menn. — Kæruleysið mun á háu stigi, hafi slikt engin áhrif á þann, sem stjórnar skipi, að vanræksla hans í jafn auðveldu atriði, og að strengja öryggis- línur, sé því að kenna, að maður missir lif og skyldulið hans komist á vonarvöl. Nauðsynlegt er það einnig, að öllum þeim, sem stýra eiga skipi eða bát, sé komið í skilning um það, að það er afturhluti skips sem snýst, þegar stýrið er hreyft, en ekki framstefnið, og að grundvöllur allra skipunarorða við stjórn er gamla stýrissveifin. Þannig er »bak- borðaa (meira þarf ekki þegar orðum er beint til þess, sem stýrir) skipun, sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.