Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1917, Blaðsíða 14

Ægir - 01.08.1917, Blaðsíða 14
118 ÆGIR heitið til Fleetwood. Að kvöldi hins 15. júlí fór skipið fram hjá Sumbo-vita og stefndi á norðanverðar Suðureyjar. Var þeirri stefnu haldið þangað til kl. 2,i0 um nóttina. Þá kom tundurskeytið á skipið. Österlund stýrimaður var þá á verði. Tundurskeytið hæfði sennilega hið vatnsþétta hólf milli vélarrúms og aftur- lestar. Var sprengingin svo öflug að stór- sigla, afturvinda og alt þakið aí reykinga- salnum ílaug í loft upp. Bátarnir héngu utanborðs í svifvindum og var þeim þegar rent í sjóinn. Skipið sökk óðum. í bakborðsbát fóru 9 menn, þar á meðal skipstjóri. En er báturinn ætlaði að láta frá borði, kemur Larsen yfirvélstjóri og biður að taka sig i bátinn. Einn af skipverjum náði í hann, en Lar- sen þorði eigi að sleppa handriði skips- ins, þvi að hann var maður gamall og hjartveikur. 1 sama bili brotnaði skil- rúmið milli vélarúms og stórlestar. Sökk »Vesta« þá beint niður á endann, en svifvinda kræktist í bátinn og hvolfdi honum. Flestir komust á kjöl, en þriggja var saknað, Larsens vélstjóra, kyndara og háseta. Stjórnborðsbátur komst slysalaust l'rá borði. Hann bjargaði skipsstúlkunni, sem hann fann fljótandi á rekaldi nokkru. Hún hafði sofið á legubekk hjá fyrsta farrými og hefir sennilega slöngvast upp úr rej'kingasalnum og út á sjó um leið og sprengingin varð. Hún var nokkuð sködduð. Síðan bjargaði báturinn hinum öðrum og kom þá i Ijós að fimm menn af skipshöfninni vantaði, og er ætlað að tveir þeirra hafi beðið bana við spreng- inguna, en hinir druknað. — Skipstjóri segir að »Vesta« muni hafa sokkið á svo sem einni minútu. Þegar skipið var sokkið kom kafbátur- inn i ljós og beimtaði skipsskjölin. En þau voru sögð týnd. Þá spurði hann um ílutning skipsins, hver hann hefði verið og hve mikill. Var þvi svarað. Segir skip- stjóri að meðan þessu fór fram, hafi skipshöfnin á kafbátnum staðið á þiljum og brosað að skipshöfn »Vestu«, og altaf hefði fallbyssu kafbátsins verið beint að bátnum. En svo voru kafbátsmenn kall- aðir undir þiljur og síðan stakk kafbát- urinn sér. í bát »Vestu« voru 20 menn og var Iiann því fullhlaðinn. En 60 sjómílurvoru til lands. Voru þeir 29 klukkustundir að ná landi og hreptu kalt veður og hvast. Hefði líklega enginn bjargast, ef báturinn hefði eigi baft drijakkeri og olíu. Voru allir aðframkomnir af kulda og þreytu, er þeir náðu landi í Sumbobygð. [Mbl.]. Reykjavik 14. Ágúst 1917. Sveinbjörn Egilson. jlíótorbátar á 3slanði 1. Júlí 1917. Ein- Tala Hesta- kenni. báta. öíl. R. E. Reykjavík................ 38 1025 Guílbr. og Kjósars. og | G-k' Hafnarfjörður.........f 5a 9/2 M. B. Mýra- og Borgarfj.s. . 15 325 S. H. Snæf. og Hnappad.s. . 23 254 B.A. Barðastrandarsýsla . . 18 184 I.S. Isafj.s. og kaupstaður 149 1996 S.T. Strandasýsla.............. 5 60 H.U. Húnavatnssýsla .... 6 52 S.K. Skagafjarðarsýsla ... 6 33 E.A. Eyjafj.s. og Akureyri . 128 1746 Th. Þingeyjarsýsla...... 34 336 N. S. N.-Múlas. og Seyðisfj. 25 358 S.U. Suður-Múlasýsla. ... 71 785 V.E. Vestmannaeyjar .... 66 819 JA.R. Árnessýsla............... 22 245 Bátar alls 661 9190

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.