Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1917, Blaðsíða 20

Ægir - 01.08.1917, Blaðsíða 20
124 ÆGIR til hlifðar sjálfum skipsskrokknum, og varðturnum og orustuturnum má hleypa upp og niður eftir vild. 5 mínútur þurfa skipsbákn þessi til þess að stinga sér og er það ærið fljótt þegar tekið er tillit til alls þess, sem í framkvæmd verður að komast áður en báknum þessum verður sökt. Lýsing þessi mun koma mönnum í skilning um, hvílíkir voða gripir hér eru á ferðum, og hve langt mannlegt hyggju- vit getur náð, þegar á reynir, þvi skipin sjálf eru meistaraverk gáíaðra snillinga, bj^gð á verklegri þekkingu, hvað sem ætlunarverki þeirra líður. Haldi framför- um áfram í þessa átt, þá er að nokkru leyti uppkveðinn dauðadómur alls her- skipaílota heimsins, sem allir héldu hafa náð hámarki sinu að útbúnaði öllum, fyrir 1—2 árum siðan. Fyrirhuguð breyting á enskri mynt. Aðalskrifstofa verslunarmála Englands heíir nýverið skýrt frá því, að i samráði við aðrar verslunarmálaskrifstofur i land- inu ætli hún að leggja fram frumvarp fyrir neðri deild Parlamentsins er fari fram á að tugakerfið komist á þegar i stað á enskri mynt. Hagfræðisritið »Eeo- nomist« hefir að undanförnu flutt margar greinar þessu til stuðnings og heldur þvi fastlega fram, að þörfin til þessarar breyt- ingar hafi aldrei verið eins mikil og nú. Fyrirkomulagið á skiftingu myntarinnar hefir verið óhentugt og örðugt í öllu við- skiftalífi og það hafa menn fundið fyrir löngu og enda fyrir löngu hyrjað að tala um breytingu, en örðugt er að koma slíku á. Krafa sú, er fer þess á leit, að tuga- kerfið komist á, er bygð á þessu tvennu: 1. það mundi greiða fyrir öllum hanka- viðskiítum og bókhaldi yfirleitt — og 2. án þess mundi það varla framkvæm- anlegt, að innleiða metrakerfið fyrir mál og vog, sem þó öllum er augljóst, að mundi auka viðskifti Englands við aðrar þjóðir. Hið síðartalda mundi að visu reka sig á ýms vandkvæði, einkum þegar um undirstöðuatriði til útreiknings mann- virkja er að ræða, sem öll eru með gamla reikningnum, en verkfræðingar hafa þegar með ýmsum dæmum sýnt, að þeir muni komast fram úr þvi. Flestir eru með þessum breytingum, en ósáttir eru menn ennþá um það, hvernig skifta eigi myntinni. »Ekonomist« segir svo: »Verði menn ásáttir um að lála pund sterling vera eins og það er, þá er önn- ur skifting auðveld. Peningur, sem nefnd- ur er Florin — 2 sh. er þannig Vio úr sterlingspundi. Farthing = J/4 Pence er Vooo partur úr sterlingspundi. Hér ætti því að afnema farthing, og í hans stað móta aðra mynt, sem jafngilti 71000 parli úr sterlingspundi, og er stungið upp á að nefna hana »mil«. Nú hafa margir viljað, að farið væri með »mil« eins og ^/íoo úr Florin og kalla hann cent, en þar eð hæði Bandaríkin, Canada og Ceylon hafa mjrnt, er svo nefnist, en jafngildir þó ekki »mil«, þá er slíkl óhugsanlegt, vegna rugl- ings þess er á gæti orðið af þeim ástæðum. Hið eina rétta, sem gera ætti nú, er að móta gjaldgenga mynt 25 mil, sem væri jafngild 6 pence og um leið skylda banka og verzlanir að færa allar hækur sam- kvæmt hinni njrju skiftingu sterlings- pundsins. Síðan 1902 hefir þetta verið einlægur vilji allra þegna hins mikla hreska ríkis, og nú virðist timi til þess, að þetta kom- ist í framkvæmd«. Prentsraiöjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.