Ægir - 01.08.1917, Blaðsíða 13
ÆGIR
117
í Ægi hefir verið ritað um björgunar-
skip. Nú fer að verða tími til að ræða
það mál frekar, þegar Marconislöðin
tekur til starfa.
Hvað eru bjargráðí
1. Vátryggingarfélög með sínum reglum.
2. HK'ðni formanna við seltar reglur lil
öryggis.
3. Að formenn hagnýti sér alt, er eykur
þekkingu þeirra á starfi sinu.
4. Góð meðferð á seglum og reiða.
5. Járnslár til að festa með lúkum yfir
lestarop.
6. Olíupokar og olia eða lýsi.
7. Rekakkeri.
8. Öryggislínur.
9. Að akkeriskeðju-lásarsnúirétt(bugðan
að akkerinu — boltinn að spilinu).
10. Skilningur á verkun stýris á hreyfing-
ar skips.
11. Að koma mannlausum bát til skips,
sem í nauðum er statt.
12. Að geyma ekki það, sem á að fylgja
bát í hverjum róðri, inni í skemmu,
þegar farið er á sjó.
13. Að reyna að halda mótormönnum
við sömu tegund véla.
14. Að hafa siglingareglur ávalt á skipi.
15. Að kveikja hin lögboðnu ljósker á
fyrirskipuðum tíma.
lJetta látum við nú nægja fyrst i stað.
Tillagan um hjargráð var í alla staði
réttmæt og sjálfsagt að samþykkja hana,
því þessu verður að halda vakandi; en
að bíða 2 ár enn þá, og leggja þá það
fram, sem til er nú og til var fyrir mörg-
um árum, það styrkir ekki framkvæmdir.
Og tillagan kemur frá þeim veiðistöðum,
sem senda máske 1000 manns út á sjó-
inn á einum degi i tvísýnu veðri, frá þeim
stöðum þar sem slys hafa verið tíð. Bátar
þar taldir um 150. Einmitt frá þeim stöð-
um mátti búast við svohljóðandi tillögu:
»Fiskiþingið skorar á stjórn Fiskifélags-
ins, að hún þegar á þessu sumri, sendi
mann á sem flestar veiðistöðvar lands-
ins, til þess að brýna fyrir mönnum
notkun björgunaráhalda, og leiðbeina í
þvi efni eins og frekast verður«.
í þrjú ár hefir Ægir flutt fiskimönnum
áskoranir og hvatningar til að nota björg-
unartæki. — Stjórn félagsins og ritstjóri
blaðsins geta ekki aðrar framkvæmdir
sýnt en þær, sem komnar eru fram, þar
eð þeir menn allir eru bundnir við hinn
sama stað, og þeirra meðal verður því
að eins að halda þessu vakandi með
pennanum, en ósk þeirra allra er, að
bæði þetta og annað, er stéttinni yrði til
þrifa, fengi áheyrn og skjótar fram-
kvæmdir.
Að síðustu læt eg hér fylgja fregnina
um endalok gamals kunningja okkar
allra, »Vestu« gömlu. Hún kveður okkur
með þvi, að láta skipstjóra sinn gefa
vottorð um, að rekakkeri það, sem Ægir
hefir reynt að koma mönnum til að nota,
er ekki hégóminn einber. Að hans sögn
væru nú fleiri munaðarleysingjar, hefði
hann geymt rekakkeri bátanna niðri í
seglklefa skipsins eða ekki viljað né
kunnað að nota það.
Þegar „Vestu“ var sökt.
Færeyska blaðið »I)immalætting« flytur
fregnir af því, þegar »Vestu« var sökt,
og hefir þær eftir Frandsen skipstjóra.
Þar segir svo:
Á Seyðisfirði tók »Vesta« 719 tunnur
af sild, 359 tunnur af lýsi og 5 tunnur
af görnum. Átti hún síðan að fara til
Eskifjarðar og taka þar 155 poka af ull.
En vegna þoku komst skipið aldrei
þangað og hélt því af stað til Englands.
Samkvæmt ráðleggingu brezka konsúls-
ins i Reykjavík ætlaði skipið að sigla
fyrst til Stornoway, en annars var förinni
L