Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1917, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.1917, Blaðsíða 8
112 ÆGIR aðalliðunum í talsímalínunni miklu milli New York og San Francisco. Upp á síðkastið hafa komið upp margar íleiri tegundir slíkra lampa, sem menn halda að séu ýmist stælingar, eða endur- bætur á Audion; af þeim mætti nefna »Kenotron«, »Pliotron« og Iieisz og Liebes pipurnar. Öll þessi tæki eru enn á til- raunastigi, nema Audion, sem er notað svo þúsundum skiflir um allan heim. Svo eg snúi mér að þráðlausa íirðtalinu aftur, þá hafa eins og fyr var getið, margir vísindamenn um margra ára skeið gert til- raunir með það, svo að mörg eru kerfin til, en mér vitanlega er enginn kominn svo langt enn þá, að hann sé farinn að búa tækin til og selja þau, nema DeForest. Tæki hans eru þannig útbúin, að þau má nota hvort heldur vera skal til þráðlauss firðtals, eða þráðlausrar firðritunar og þarf að eins að færa til litla sveif, til þess að skifta um. I’ýðing þráðlansra flrðviðskifta fyrir siglingar. Siglingar — hversu vel sem skipin kunna að vera útbúin — eru ávalt hættulegar. Þess vegna eru allir, sem að skipinu standa að einhverju leyti: útgerðarmennirnir, eig- endur farmsins eða viðtakendur, vátrygg- ingarfélögin og þeir, sem eiga sina um borð — ávalt órólegir meðan ekkert frétt- ist til skipsins, sérstaklega ef það verður fyrir ókunnum töfum, eða hreppir illviðri. Af þessari ástæðu hafa menn farið að út- búa skipin með þráðlausum firðritunar- tækjum. En það eru þó ekki þægindin að eins, sem hafa komið þessu til leiðar, lieldur hefir hagnaður sá, sem oft hefir verið að því að hafa þráðlaus tæki á skip- unum ýtt undir það. Þægindin og liagn- aðurinn eru auðsæ. Tökum til dæmis fiski- skip; hversu mikla þýðingu getur það ekki liaft fyrir útgerðarmanninn að geta ávalt frá landi fylgst með skipi sínu, þegar það er á veiðum. Hann getur algerlega vilað hvar það er í þetta og þetta sinn; hann getur vitað hve mikið það hefir allað og hvaða tegund fiskjar helst, vitað nákvæm- lega hvenær skipið kemur til hafnar og þess vegna undirbúið komu þess algerlega, svo að töf skipsins verði sem minst. Vilji hann, eða þurfi á því að halda, gelur liann selt afiann áður en skipið er komið á höfnina. Eigi skipið að fara til annarar hafnar en venja hefir verið, er hægt að láta skipstjórann vita um það úti á rúm- sjó og þannig spara stórfé. Pannig er með öll skilaboð, sem eigandinn vill koma til skipsins, þau þurfa ekki að biða þess, að skipið komi til hafnar, ef það er útbúið með þráðlausum firðviðskiftatækjum og lil eru í landi slíkar stöðvar. Svo er annað; oft kemur það fyrir, að skip leita að fiski dögum saman, án þess að rekast á nokkra bröndu, en meðan moka önnur skip fiskinum upp. Eg veit ekki hvernig það er hér, livort öll skip sem »vör« verða, segja öðrum skipum til um það, en það þykist eg þó vita að þau geri við skip frá sama útgerðarmanni. Þetta eiga skipin miklu hægra með að gera, ef þau hafa þráðlaus firðviðskifta- tæki. Frá landi má líka láta skipin vita um hvar aflist bezt í þetta og þetta sinn, svo að menn sjá, að þráðlausu firðvið- skiftin geta marg-aukið gróðann á útgerð- inni. Við síldveiðar gætu slík tæki komið að alveg sérstökum notum. Tungan er ávalt þægilegri og liprari í viðskiftum heldur en höndin og er talsím- inn þess vegna meira notaður en ritsíminn, þar sem hvorutveggja verður við komið. Ef þess þarf, er altaf hægt að staðfesta það, sem gert hefir verið munnlega, skrif- lega eftir á. Pess vegna yrði það þægilegra fyrir útgerðarmanninn, að skip hans hafi þráðlaus firðtalstæki, lieldur en þráðlaus

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.