Ægir - 01.07.1918, Blaðsíða 5
ÆGIR.
MÁNAÐARR
II. árg.
I T F I S Iv I F J E L A G S í S L A N D S
Reykjavik. Júlí, 1918.
Nr. 7.
T^eglur
um sölu og útflutning á þorskhrognum.
(Tilkynning nr. 4 frá Útflutningsnefndinni).
1. gr.
Samningurinn milli Bandamanna og islensku stjórnarinnar áskilur, að bjóða
skuli fulltrúa Bandamanna til kaups alla framleiðslu á þorskhrognum, að undan-
teknu þvi, sem haft verður til notkunar í landinu sjálfu, jafnóðum og varan er
tilbúin til útflutnings.
Öll sala fer fram gegnum landsstjórnina, og annast útflutningsnefndin allar
framkvæmdir þar að lútandi, samkvæmt auglýsingu stjórnarráðsins, dags 4. þ. m.,
og ennfremur reglugjörð stjórnarráðsins dags 11. s. m. og gilda þar um eftirfarandi
reglur og leiðbeiningar.
2. gr.
Yörunni verður veitt móttaka í:
Reykjavik og
Vestmannaeyjum.
3. gr.
Hrognin skulu vera metin og vigtuð af þar til skipuðum eiðsvörnum mats-
og vigtarmönnnm, i fyrsta og annan flokk, hver flokkur pakkaður út af fyrir sig,
en seljendur mega einnig láta meta og pakka hvorttveggja saman ef þeir heldur
kjósa það, og er það þá einnig sjerstakur verðflokkur.
Öll hrognin skulu vera vel söltuð, stinn og vel hrein þegar pökkun fer
fram. Til fyrsta flokks teljast öll heil hrogn, sem að öðru leyti eru ógölluð og
órunnin. Til annars flokks teljast öll önnur óskemd og órunnin þorskhrogn, þó ekki
öiinni stykki en hálft hrogn (ein skálm).
Um leið og hrognunum er pakkað i tunnur til útflutnings, skal stráð hreinu