Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1918, Blaðsíða 7

Ægir - 01.07.1918, Blaðsíða 7
Æ GI R 107 kostnað, hlutfallslega fyrir þann tíma, sem fram yfir 30 daga frá því kaupin gerð- ust, og skal það reiknað eftir þvi sem venja er tii, eða eftir samkomulagi. Kröfur um endurgreiðslu á slíkum gjöldum skulu sendar últlutningsnefndinni tafarlaust, þegar varan er komin um borð. 10. gr. Fulltrúi Bandamanna hefir fallist á fyrst um sinn að sinna öllum fram- hoðum, sem kunna að koma á þorskhrognum, samkvæmt þessum reglum. En komi það fyrir seinna meir, að fulltrúi Bandamanna afsali forkaupsrélti sinum, má útflutningsnefndin flytja vöruna út til viðtakanda i löndum Bandamanna, Bandarikjanna í Norður-Ameríku, eða til viðurkendra viðtakenda í viðurkendum hlutlausum löndum að áliti Bandamanna. Um þessa vöru gilda þó sömu reglur og ákvæði, sem þegar eru tekin fram. Keykjavík, 24. jiiní 191§. Thor Jenssen, Pe'tur Jónsson. Jonnaður. Ó. Benjamínsson. Mótorskip - segiskip. Fyrir 3 árum eða í júli 1915 var verð á steinolia í þann veg að komast upp í 40 kr. fyrir hverja tunnu, nú er það í Reykjavik 95 kr. og á Akureyri 106 kr. Þrátt fvrir þessa verðhækkun, fjölgar liér þeim skipum, sem sagt er um, að ekki komist yfir sjóinn, sé ekki þessari dýru vörutegund evtt til flestra hreifinga þeirra. Sjálf eru skipin það dýr, að fyrir andvirði 60 tonna mótorbáts nú á tímum, niátti fyrir nokkrum árum fá 3 nýjar danskar skonnortur með seglum og reiða af sömu stærð og stærri. í haust lá hér á höfn dönsk skonnorta um 110 tonn að stærð. Eg var málkunnugur skip- stjóranum og spurði eg hann eitt sinn, hvers virði skip hans væri. Sagði hann mér þá, að í raun réttri væri virði þess 31.000 kr., en ætti að selja það nú, væri verðið 130.000. Þegar smáskip eins og mótorbátarnir eru, kosta með öilu því, sem með þarf, til þess að þeir geti stund- að veiðar, upphæðir, sem nálgast 100.000 kr., og auk þess eru álitnir að vera það ómögulegir sem skip, að þeir komist ekki ferða sinna, nema með því eina móti, að nota steinolíu sem kostar um 100 kr. hver tunna, þá verða menn sannar- lega að athuga hvað hér er að gerast. Stríðið hefir seinasl í þessum mánuði staðið yfir í 4 ár og vonandi fer að liða að endalokum og má telja það víst, eftir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.