Ægir - 01.07.1918, Blaðsíða 8
108
ÆGIR
að friður er kominn á, að jrmislegt lækki
þá í verði frá því sem er og þar á með-
al verða bátar og skip, og sú eign, sem
nú er 70—80.000 kr. virði, verður ef til
vill eftir 2—3 ár óseljanleg hærra verði
eu 30.000 kr., ef eigandi þá vildi losa sig
við hana og þess verða menn einnig að
gæla.
IJað er ekki svo langt síðan, að þjóðin
raknaði úr miðaldamyrkrinu og ekki
lengra en það, að flestum er það í fersku
minni, þó eg telji vist að fáir vilji við
það kannast, en greinileg takmörk milli
miðalda og nútíma er síminn; hann
breytti öllu og breytingin varð svo snög'g,
að enn höfum við ekki getað orðið
framförum samferða. Þjóðiuni er lagt
það til lasts, að hún sé eyðslusöm, en
gæta verður þess, að árin eru ekki mörg,
sem álmenningur hefir haft steypta mynt
milli handa og þótt einstakir menn
kunni að fara með peninga þá má ekki
ællast til þcss, að heil þjóð læri slíkt á
svipstundu. Aðrar þjóðir hafa einnig
þurít sín lærdómsár til þess á réttan
hátt að hagnýta mynt, banka, sima og
járnbrautir.
Þessi skjóla breyling hefir einnig haft
áhrif á útveg landsins og ýmislegt gott
og gamalt verið lagt niður og orðið að
vikja úr rúmu fyrir svonefndum fram-
förum. Það er í alla staði rétt að kasta
því burtu sem ónýlt er, en engu nýtilegu
má gleyma eða vanrækja, því það getur
ávalt komið að liði. Botnvörpuskipaút-
gerðin er ung hér á landi. Eftir að hún
byrjaði, þá þóttu kúttarar óhafandi,
þegar þeir komu hingað til lands, þóttu
engin önnur skip sjófær og smáskip og
skonnortur gátu ekki fcngið menn og
voru lagðar upp, en þær og smáu þil-
bátarnir höfðu lagt sinn skerf til að
höggva skarð í róðrarbáta-úlveginn.
Þannig hefir þessi hringferð verið og
nú er hún á enda og önnur að byrja,
og er nú farið að taka gömlu aðferðina
upp aftur og mikið kapp lagt á að koma
upp róðrarskipum. Öll hringferðin stafar
af því, að fiskimenn eru sem aðrir
menn, þeir vilja helzt vera þar sem þeim
líður bezt. Þeim leið betur á þilbátunum
og voru öruggari um lif silt, en á hinum
opnu skipum og svo kom að þvi, að
allir vildu vera á skútu; sama er að
segja um kúltarana, þar voru stór og
traust skip og þangað vildu allir o. s.
frv. Svo kom að því, að fjöldi kúttara
var seldur út úr landinu og er það
þrent, sem aðallega kom þeirri sölu á
stað. Fyrst, að fáir vildu á þeirn vera,
var farið að leiðast skakið, annað, að
menn voru afardýrir og hið þriðja að
viðgerðir voru tiðar og áætlanir um þær
stóðu sjaldan heima og fóru langt fram
út því, sem tiltekið var, þegar skip voru
tekin á land i því augnamiði. — Svo
kom að því, að í haust sem leið var
mcsli hluti botnvörpuskipanna seldur út
úr landinu og þar við situr nú, þegar
hringferðin byrjar á bátunum á nj’, sem
aldrei hefði átt að vanrækja eins og hefir
verið gert.
Fari nú svo, að í haust verði hér
fiskur fyrir, þegar mótorskipiu hin stærri
koma af síldinni, þá mun mega ganga að
vísu, að einhverjum þeirra verði haldið
úti til þess að ná i fisk. En cr það lil
hlýtar rannsakað, hvort ekki má stunda
veiðar á þeim skipum, eins og áður var
gert á þilskipum þ. e. án þess að eyða
olíu í hverja ferð fyrir svo hundruðum
og jafnvel þúsundum skiftir. Er það
hugsanlegt að þau hin fallega löguðu
skip og bátar liði það fyrir, að i þeim
er mótor, að þau séu óhæf til allra sigl-
inga og hreifinga nema að hinn sami
mótor knýi þau átram, að hinir fallegu
skrokkar komist ekki allra sinna ferða