Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1918, Blaðsíða 11

Ægir - 01.07.1918, Blaðsíða 11
ÆrGIR 111 Sí/dveiðamá/ið, Nefnd sú, er útgerðarmenn hafa kosið úr sínum hóp, til að greiða fyrir síldarsðlunni, hafa sent Stjórnarráðin eítirfarandi AllTSSKJ AL. Eins og hinu háa stjórnarráði er kunnugt, var mikil síldveiði hér við land árið 1916, en kom ekki að fullum notum vegna þess, hve seint (luttust til lándsins lunnur þær, sem undir sildina voru ætlaðar. Afleiðingin af þessu varð sú, að í árslok 1916 voru hér allmildai tunnu- hirgðir í landi. Árið 1917 ætluðu menn ekki að hrenna sig á sama soðinu eins og árið ,1‘yrir og brutust i að ná að sér tunnum í tæka tíð og urðu að gjalda allhátt verð fyrir. Tunnurnar komu, en — þá brást veiðiskapur. Hafa nú útgerðarmenn á annað ár orðið að liggja með tunnu- og sallbirgðir sínar og mun láta nærri að tunnan nú, — þegar vextir, geymslu- og viðhalds- kostnaður er talinn, — muni standa útgerðarmönnum í 19 krónum að meðaltali hver tóm tunna. Eftir því sem næst verður komist, mun nú vera um 300000 síldartunnur í landinu, eða, með öðrum orðum, i tunnum einum saman, liafa útgerðarmenn hundnar hátt á 6. miljón króna. Pegar uú hér við bætist alt það fé, sem liggur í stöðvum, húsum, veiðarfærum og bátum, sem eingöngu er ætlað lil síldveiða, þá er það ljóst, að hér er um stórkostlegar fjárupphæðir að ræða, sem liggja á útgerðar- niönnum eins og mara, sem hæpið má telja að undir verði risið, enda þótt þær 50000 tunnur sildar, — sem úttlutningsleyfi er fyrir, — væru veiddar og seldar við háu verði. Auk þess sem vér, eins og nú var sagt, ekki fáum séð hvernig útgerðar- nienn, — minsta kosti allfieslir, — væru færir um að risa undir öllum þeim greiðsl- um, sem samfara eru því að liggja með svo mikið fé bundið árlangt enn þá einu sinni, — þvert á móti má telja víst, að það riði mörgum þeirra að fullu efnalega, — þá ber þess að gæta, að sú atvinnurýrnun, — er svo mikil stöðvun síldveið- anna, sem hér er um að ræða, ef að eins væri fiskað í 50000 tunnur, hefði í för nieð sér fyrir allan þann mikla sæg af vinnulýð þessa lands, sem og aðra, er alla jafna að undanförnu, beint eða óbeint, liafa til síldveiðanna sótt meginið af því fé, er menn hafa þurft sér og sínum til lífsframdráttar árlangt, — mundi verða þess valdandi, að alt þetta fólk yrði hörmulega statt, og mundi margt af því hljóta að verða sveitarsjóðum sínum til byrði. En tekjur sveitasjóðanna rýrna að sama skapi sem gjaldþol útgerðarmanna og verkalýðsins þverrar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.