Ægir - 01.03.1919, Síða 9
ÆGIR
23
hægt væri að gera nú, en ekkert væri kom-
ið en vonir bráðlega, urðn um það litlar
umræður en engin álj'klun tekin.
5. Samvinnufélagssknpur fyrir sjómenn
austanfjalls. Las fundarstjóri upp fundar-
gcrð frá fundi sem haldinn var í fyrra um
það mál hér i deildinni, sömuleiðis las
hann uppkast að lögum fyrir það félag.
Urðu um það allmiklar umræður, því sú
hugmynd mælti allharðri inótspyrnu frá
Jóh. V. Daníelssyni, eins og fyr, var svo
engin ályktun tekin í því máli.
6. Sala fiskafurða. Guðm. ísleifsson henti
á að nauðsyn væri að kjósa 3 manna
nefnd til að verðleggja blautar fiskafurðir,
líkt og gerl var á síðustu verlið, og félst
fundurinn á það og hlutu kosningu til
þess þeir: Árni Helgason, Ársæll Jóhanns-
son og Jóhann Loftsson.
Þá mintist fundurinn þorsteins Júl.
Sveinssonar.
8. í fundarlok kom fram svohljóðandi
tillaga:
»Fundurinn votlar stjórn »Fiskifélags ís-
lands þakkir fyrir góða samvinnu á liðnu
ári«.
Var hún samþykt með öllum alkvæðum.
Fleira ekki rælt og fundi slitið.
G. Siguvdsson. Einar Jónsson.
Frá Skag'afl.rði,
Sanðárkróki, 9. jan. 1919.
Árferði til fiskiveiða hér við Skagafjörð
hefir verið fremur slæmt árið 1918, eink-
anlega út með firðinum að vestan. Stormar
og brim, frá því kom fram í júlí, ollu
Þ'i> einkum á Skaganum austanverðum,
að menn gátu ekki sótt sjó sem skyldi.
'nnig voru oft beitu vandræði langa
tíma. Hafsild gekk ekki á fjörðinn og
aðalbeitan var smásild, sem við og við
fékst í fyrirdrátt á Sauðárkróki, og endr-
um og eins í lagnet.
Fuglatöku við Drangey stunduðu 15 út-
höld, (en til suinra úthaldanna voru tveir
bátar, sem stunduðu veiðina saman). Sam-
tals veiddusl þar 55563 fuglar. Það út-
haldið, sem mest bar úr býtum, (í því
2 bátar), hafði 9890 fugla, en það sem
minst veiddi hafði 150 fugla, en það mun
að eins hafa verið stundað örfáa daga.
Öll eggjataka í eyjunni var 11230 stykki.
Yfirleitt mun úthald við Drangey borga
sig, og á sumum árum mjög vel. Veiðin
þetta ár var ekki fullkomlega í meðallagi,
en hefir þó gefið arð.
Frá Sauðárkróki stunduðu 15 árabátar
(flest fjögurra manna för) fiskiróðra síðari
hluta sumarsins (frá í júli) og var aflinn
i meðallagi. En ekki var hægt að sækja
sjó sem skyldi, sökum beitu vandræða á
vissum tímum. Meðalafli á bál mun hafa
verið 35—40 skpd. (Miðað við verkað
skpd.).
Þólt aflinn sé ekki meiri, liafa úthöldin
borið sig ve), og þcir sem atvinnu höfðu
af tiskveiðum, hafa borið gott úr býtum.
Mestallur fiskurinn var seldur sveitamönn-
um, það sem framleiðendur ekki nota
sjálfir.
Fiskiveiðar út með Skagafirði að vestan
voru rnjög litlar. Á Skaganum, sem undan-
farin ár hefir veiðst að mun, var enginn
afli í ár, sem stafar af því, að framan af
sumrinu, og raunar altaf, var enga beitu
að fá þar, og siðari hluta sumars voru
stöðug austanbrim og stormar, svo langa
tíma var ekki hægt að komast á sjó, en
nokkur fiskur fyrir ef gæftir hefðu verið.
Frá Sauðárkróki var haldið út litlum
mótorkútter til þorskveiða, á timabilinu
frá miðjum mai til ágústmánaðarloka. Á
hann aflaðist ca. 88 skpd.