Ægir - 01.03.1919, Qupperneq 22
36
ÆGIR
en áður. Væri það hvöt fyrir okkur fs-
lendinga til þess að leggja meiri stund á
hákarlaveiðar heldur en til þessa og liætta
því sleifarlagi að fleygja öllu nema lifrinni.
Heima.
SjóyátryggingarK'lag íslands.
Svo heitir félag, sem nj'stofnað er hér í
bænum. Stofndagur þess er 15. jan. siðastl.
Nafnið ber með sér, hvert sé verkefni fé-
lagsins. f*að er einstakra manna fyrirtæki,
stofnað með 1 milj. kr. höfuðstóli og er
V* hlutafjárins þegar innborgaður. í stjórn
félagsins eru: L. Kaaber bankastjóri, for-
maður, Sv. Björnsson lögmaður, varaform ,
Halld. þorsteinsson skipstjóri, Hallgr. Krist-
insson framkv.stj. og Jes Zimsen konsúil,
en framkvæmdarstjórar félagsins eru, A.
V. Tulinius fyrv. sýslumaður og F. Kalkar,
danskur maður, kunnugur vátryggingar-
málum. Endurlryggingar hefir félagið feng-
ið bjá útlendum félögum. — Fyrirtækið er
framfaraspor og gott, að vátryggingarstarf-
semin komist að nokkru á hendur inn-
lendra manna.
Hútur ferst. 5 menu drukna.
5 febr. fórst bátur frá Vestmannaeyjum
við lendingu á Landeyjasandi. Rað var
smábátur sendur frá vélbáti, sem útifyrir
beið, til þess að sækja fólk í land, en
dimt var orðið og hvolfdi bátnum við
sandinn. 5 menn voru á honum og fórust
allir, en 2 voru eftir í vélbátnum. Peir,
sem druknuðu, voru: Halldór Árnason frá
Hvammi í Mýrdal, Páll Jónsson frá Kirkju-
læk, Ágúst.......frá Deild í Fljótshlíð,
Jónas Benediksson, úr Reyðarfirði, og Har-
ald Normann, norskur maður.
Þetta er 3. báturinn sem ferst meö 5
mönnum nú á örstuttum tíma, og er
hörmulegt^ til þess að vita, hve sjóslysin
eru hér tíð.
Manntjónið í Eyrarsveit vestra.
5 menn hafa farist þar á báti. Mennirnir
voru þessir: Ásmundur Sigurðsson oddviti
í Suður-Bár, Guðm. Magnússon i Tjarn-
arbúð, Jón Elíasson í Norður-Bár og son-
ur hans og sonur Kjartans Ólafssonar á
Akurstöðum.
Egill Sknllngrímsson,
hinn nýji botnvörpungur Kveldúlfsfélags-
ius hér í bænum, lcorn hingað 6. þ. m.
frá Grimsby á Englandi. Hann var smíð-
aður í Englandi árið 1916, en vegna ófrið-
arins fékk félagið hann ekki afhentan fyr
en nú. Er sagt að Englendingar hafi not-
að skipið til þess að slæða tundurdufl. En
ekki hefir það sakað og nú er það hing-
að komið og á að taka til óspiltra mál-
anna við liskveiðarnar. Skipsljóri verður
Guðmundur Jónsson, sá er áður stýrði
Skallagrími. — Skip þelta er stærst af
botnvörpuskipum þeim er íslendingar enn
hafa eignast, 312.84 registerlon brúttó og
160.2« nelto.
Fiskiskipin.
Kútterarnir liafa nú uudanfarna daga
verið að tínast inn. Hafa þeir allir aflað
ágætlega, af vænum fiski. Hart veður hafa
þeir fengið og voru skipin á að sjá sem
isjakar. Duusskipin fiskuðu:
Ása (Friðrik Ólafsson) 14 þús.
Keflavík (Símon Sveinbjörnsson) 15 þús.
Milly (Jóhann Stefánsson) 12 þúsund.
Sigurfari (Jóh. Guðmundsson) 11 þús.
Björgvin (Guðjón Guðmundss.) 14.b þús.
Hákon (Sig. Guðmundsson) 12 þúsund.
Seagull (Kjartan Stefánsson) 14 þúsund.
Sæborg (Ólafur Teitsson) 15.s þúsund.
Valtýr (Pétur M. Sigurðsson) 29 þús.
Prentsmiðjan Gutenberg.