Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1919, Blaðsíða 8

Ægir - 01.04.1919, Blaðsíða 8
38 ÆGIR yfirleitt, enda er þar sjósókn mikil. Þar eru um eða yfir 20 mótorbátar, þar af 3 mótorskútur, og þess utan eru þar gerðir út margir róðrarbátar, enda er staðurinn eink- argott útgerðarpláss. í júní fór eg suður á Eskifjörð og Reyð- arfjörð. Á Eskifirði dvaldi eg i 2 daga. Deildin þar telur víst um 100 meðlimi, en félagsáhuginn var ekki meiri þar en að enginn fundur var haldinn á vetrinum. Áhugi á útvegsmálum virtist mér töluverð- ur hjá útgerðarmönnum þar yfirleitt. Eg hvatti þá mótorbátaeigendur þar til að stofna vátryggingarfélag fyrir mótorbáta sína, og virtust þeir álíta það bráðnauð- synlegt, en hvorki gat eg fengið kallaðan saman fund í deildinni, né fengið mótor- bátaeigendur til að koma saman og ræða málið. Útgerð er þar mikil, um 16 mótor- bátar og fjöldi róðrarbáta, sem haldið er út þaðan utar með firðinum. Á Reyðarfirði dvaldi eg í tvo daga. Þar er engin deild, en útvegsmenn þar óskuðu helst sumir eftir að stofnuð yrði þar deild úr Fiskifélaginu, en álitu samt að ekki væri tiltækilegt að reyna það þá, vegna þess að menn væru nú önnum kafnir að útbúa sig til að taka á móti kaupafólki og undirbúa útgerð sína fyrir sumarvertíð- ina. 9 mótorbátar ganga þaðan til fiski- veiða og nokkrir róðrarbátar, sem haldið er úti utar með firðinum. Flestir þessir róðrarbátar bæði af Eskifirði og Reyðar- firði, halda til á Vattarnesi, Breiðuvík og nokkrir í Seley. Á Eskifirði og Reyðarfirði eru einu staðirnir hér eystra, sem staura- nætur eru notaðar til síldarveiða á sumr- ln að undanteknum (einum eða tveimur stauranótum sem eru á Fáskrúðsfirði) og hefir vanalega á sumrin veiðst svo mikil sild í þær að útvegurinn þar hefir haft næga síld til beitu og stundum meira, að undanteknu sumrinu i sumar, því hér eystra varð varla síldarvart á fjörðunum. í júlí ferðaðist eg um Borgarfjörð, Vopna- fjörð, Bakkafjörð og Skála á Langanesi. Á þessúm slöðum eru engar fiskifélags- deildir, enda mundi ekki vera hægt að hafa þar slíkan félagsskap nema í Borgarfirði. Ástæðurnar fyrir því skal eg greina hér um leið og eg lýsi staðháttum hvers staðar fyrir sig. Á Borgarfirði er nú orðin lítil útgerð. Var áður stór útgerðarstaður. Þaðan var í sumar haldið úti nokkrum róðrarbátum, en fiskirí var mjög litið, sem stafaði af ó- gæftum og svo af beituleysi. Fiskirí hefir mishepnast þar nú í mörg ár, ýmsra or- saka vegna, en staðurinn liggur þó að mínu áliti vel við fiskiveiðum ef fiskur gengur á Héraðsflóann, en það hefir brugð- ist í mörg ár. Eg hefi hugsað mér að reyna að stofna þar í ár fiskifélagsdeild, því eg tel líklegt að hún mundi geta þrif- ist þar. Á Vopnafirði var engin útgerð í sumar, því fiskur gekk þar aldrei á mið þau er róðrarbátar sækja á. Fiskirí hefir brugðisl þar í mörg ár að mestu. Áður var þar mikil útgerð, sem alveg hefir lagst niður á siðari árum, mest vegna þess að fiskur hefir ekki gengið þar á grunnmið. Reynt hefir verið fyrir nokkrum árum að hafa þar mótorbáta-útgerð, en hún hepn- aðist ekki bæði vegna þess að höfnin er þar ekki trygg fyrir stóra bát í vondum veðrum og ýmsra annara eríiðleika. Innsiglingamerkin þar (vörðurnar) sem sigla á eftir inn á höfnina hafa til þessa verið í mjög vondu ásigkomulagi, þangað til í sumar að þær voru hlaðnar upp úr grjóti og sementi, og voru þær geaðar þannig, að ljós gætu verið í þeim til að lýsa skipum í myrkri, en hvert lugtirnar hafa verið settar í í haust, veit eg ekki með vissu, en víst er að slíkt hefir vita- málastjórnin ekki látið auglýsa, sem henni þó bar að gera. — Á Bakkafirði er mikill útvegur að eins með róðrarbátum, en það

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.