Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1919, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.1919, Blaðsíða 10
40 ÆGIR mest að undirbúningi mótor- og stýri- mannanámskeiðanna hér, sem voru vel sótt héðan úr Seyðisfirði og víðar að, og mér virtist það sýna sig, eins og eg hefi haldið fram, að heppilegasti staðurinn fyrir þessa kenslu hvortveggja er hér á Seyðisfirði. Hinar sérstöku skýrslur námskeiðanna sýna hluttökuna og hvaðan þátttakendur hafa verið. Hérmeð fylgir skýrsla stýri- mannanámskeiðsins, sem eg vona að verði birt í Ægir. Hin helztu áhugamál austfirzkra útvegs- manna eru nú þessi: Bygging fiskihafnar á svæðinu frá Austurhorni til Hornafjarð- ar, bygging vita á Papey og Slreitishverfi með byggingu 3 smávila til umskiftingar á Djúpavog, stofnun mótorvélaskóla á Austurlandi, og stofnun mótorbátaábyrgð- arfélaga í öllum verstöðum hér eystra. Þessi mál öll koma að sjálfsögðu fyrir fjórðungsþingið í vor og hefi eg hvalt al- staðar, sem eg hefi getað, til að undirbúa þessi mál, og er það þegar búið víðast hvar í deildum nú þegar, hvað sum snertir, Um fiskideildina hér á Seyðisfirði skal eg vera fáorður, hún liefir mest siðari partinn á árinu (þ. e. sljórn hennar) starf- að með mér að undirbúningi námskeið- anna og hefir að öllu leyti lagt fram kostn- að þann, sem við þau liefir orðið fram- yfir það, sem Fiskfélagiö hefir lagt til. Félagsskapur í deildinni er góður og áhugi mikill fyrir útvegsmálum; í deildinni voru 'um áramót rúmir 50 meðlimir. Héðan úr Seyðisfirði gengu til fiskiveiða 12 mótorbátar fyrir utan 1 mótorskúlu sem gekk til síldarveiða og eilt þilskip, sem gekk á þorskveiðar. Að auki gengu hér margir róðrarbátar til fiskveiða. Físk- afli var yfirleitt heldur í góðu meðallagi og vísa eg þar til fiskiskýrslu yfir mólor- báta úr Seyðisfirði er eg sendi Ægi. Eg slæ svo botninn í þessa skýrslu mína fyrir árið 1918, og lofa að reyna að láta sjást belri árangur af starfsemi minni þetta ár. Virðingarfylst Seýðisfirði, 20. marz 1919. Herm. Porsteinsson. Fj ór ðung,sþing> Vestfirðinga 1919. Ar 1919, þann 25. marz, var hið annað reglulega fjórðungsþing fiskifélags Vestfirð- inga sett af fj.forseta Arngrími Bjarnasyni. Þingskrifari kosinn Friðrik Hjartarson. Þessir fulltrúar voru mættir í þingbyrjun: Frá fiskifél. »Framtíðin« Bíldudal Guðm. Arason, sjómaður. Frá fiskifél. Dýrfirðinga: Guðm. Kristj- ánsson (samkv. umboði) verzlunarm. Frá fiskifél. Súgfirðinga: Friðrik Hjart- arson, kennari. Frá fiskifél. »Þuríður Sundafylla« Bol- ungarvík, Arngr. Bjarnason, fj.formaður. Frá fiskifél. »Tilraunin« Hnífsdal, Jón Hálfdánarson, kaupm. Frá fiskifél. ísafjarðar: 1. Eiríkur Einarsson, skipstjóri. 2. Kristján Jónsson, ritstjóri. Frá fiskifél. »Súðavíkur« Grímur Jóns- son, oddviti. I. Lögð fram kjörbréf fulltrúanna, og var ekkert við þau að athugá. II. Þá var samin og lögð fyrir þingið svohljóðandi dagskrá: 1. Sjómannaskóli á ísafirði. Framsm. Eir. Einarsson. 2. Vitamál. Framsm. Guðm. Arason.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.