Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1919, Blaðsíða 9

Ægir - 01.04.1919, Blaðsíða 9
ÆGIR 39 er að mestu leyti alt aðkomufólk, Sunn- lendingar og Færeyingar, sem stunda þar sjóróðra, sem koma á vorin og fara á haustin. Fiskirí var þar mjög Iítið í sum- ar. Á Skálum á Langanesi, sem er yzti bær- inn á Langanesi að sunnanverðu, er mikil útgerð. Þaðan var haldið út um 36 róðr- arbátum í sumar. Alt það fólk sem rekur útveg þennan, er aðkomið, — Sunnlend- ingar og Færeyingar flest —, að undan- teknum fáum mönnum sem eiga þar heima. Fiskirí var þar mjög tregt í sumar, og mun hafa komið þar á land um 1000 skpd. af fiski (reiknað í þurfiski) og er það ekki Iíkt því að vera meðalár. Fiskur var þar langt sóttur, og því erfitt að ná í hann nema í góðum veðrum, enda gekk fiskur aldrei þar á þau mið, er vanalega áður hafði verið fiskað á. Líka bagaði beituleysi. Lending á Skálum er mjög slæm og vart hægt að bæta hána mjög mikið nema þá með afarmiklum kostnaði, sem spurs- mál er um hvort borgaði sig. En eflaust er þar fiskisælt pláss, því í kringum Langa- nes er eíalaust eitthvert allra fiskisælasta pláss á sumrin. Um lendingu eða hafnar- bætur þar ætla eg að minnast á síðar. — ^að sem bagar mest á Skálum, eins og stendur, er að þangað skuli ekki liggja simi. Það er undarlegt að ekki skuli vera húið að leggja þangað síma frá Þórshöfn, sem mun vera um 40 kgtn. vegalengd, þar sem jafn mikil framleiðsla af sjáfarafurð- Um er, sem skiftir í meðalári nú um hundruðum þúsunda króna. í meðalári iæst þar j jan(j 3Q—40 róðrarbátum frá 18—2000 skpd. af fiski fyrir utan ó- grynni öll af lifur, bæði frá útgerðinni og svo færeyiskum fiskiskútum sem koma par þráfaldlega á sumrin og selja þar mik- * af lifur. Staður sem slíka framleiðslu efir og þetta á hreint og beint heimting a Því, að sími sé lagður þangað, og það án nokkurs styrks frá viðkomandi sveitar- eða sýslufélagi, samanborið við marga aðra útkjálkastaði, sem framleiða ekki í tugum þúsunda krónum, þar sem þessi gerir í hundrað þúsundum. Því það leiðir af sjálfu sér, og sjá allir, að slík framleiðsla þarfn- ast sinna sambanda. Vonandi er, að bæði símastjórn og ríkisstjórn sjái þörf á síma- leiðslu frá Þórshöfn til Skála og geri ráð- stafanir til að símalína þessi verði lögð á næsta fjárhagstímabili. Einnig væri vert fyrir þingmann kjördæmisins að taka þetta að sér og bera það fram á næsta þingi. Þá hefi eg skýrt frá öllu ferðalagi mínu á árinu. Annað starf milt á árinu hefir mest ver- ið að skrifa fiskideildunum hér eystra. Eg fékk í sumar skeyti frá Fiskifélaginu um að það hefði fengið útflutningsnefndina til að taka á móti sölutilboðum á sjávaraf- urðum frá útvegsmönnum, ef þeir gengju í félag um slíkt, þetta tilkynti eg þá strax deildum bréflega, en árangur af því hefir víst enginn orðið, enda þótt eg hvetti til slíks. Samtök í þá átt virðast enn erfið meðal sjávarútvegarins, Allar þær upplýs- ingar um sölu sjávarafurða, sem eg hefi fengið frá Fiskifélaginu hefi eg líka sent skriflega til allra deildanna. Einnig hefi eg beðið alla deildarformenn að safna og senda mér fiskiskýrslur úr veiðistöðvum þar sem þeir eru, og eins beðið um að þeir sendu mér skýrslu um starf deildanna, helslu áhugamál þeirra, hvað marga með- limi hver deild hefði og hverjir væru í stjórn, ekki fengið svar frá neinni deild, nema deildarformaðurinn á Fáskrúðsfirði hefir gefið mér skýrslu um hvað margir eru í hans deild og hverjir eru í stjórn hennar. En vonandi tekst mér að fá þetla frá deildum í vetur; að undanteknum fiski- skýrslum, sem menn skilja ekki enn hvaða þýðingu getur haft, að fá safnað og birt. í haust og fram að nýári hefi eg starfað

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.