Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1919, Blaðsíða 24

Ægir - 01.04.1919, Blaðsíða 24
54 ÆGIR Skýrsla yflr námskoið í sjómannafræði. í sambandi við mótornámskeiðið sem haldið var á Seyðisfirði í vetur, hafði eg á hendi kenslu í sjómannafræði. Námstíminn var 5 stundir á dag frá 17. febrúar til 13. marz. Þátttakendur voru alls 11. A námskeiðum var kent alt það sem lög nr. 42 frá 3. nóvember 1915 og reglugerð frá 3. janúar 1916 heimtar af skipstjórum á skipum í innanlandssiglingum frá 12—30 smálestir að stærð. 7 af nemendunum gátu ekki gengið undir próf vegna þess að þeir höfðu ekki nægan siglingatíma lögum samkvæmt og hættu því viku áður en prófið fór fram, en þeir höfðu fengið fulla þekkingu á áttavita og siglingareglum. Próf var haldið 13. marz. Þeir, sem gengu undir prófið voru þessir: 1. Runólfur Sigfússon, fæddur í Slóru- Breiðuvík við Reyðarfjörð 16. febrúar 1893 hlaut í aðaleinkunn 33 stig. 2. Sveinn Otló Sigurðsson, fæddur á Fjarð- arströnd i Seyðisfirði 18. október 1891 hlaut í aðaleinkunn 32 stig. 3. Jentoft Kornelius Kristiansen, fæddur i Ankenes sogn af Ofoten, 30. okt. 1879, hlaut í aðaleinkunn 33 stig. 4. Hávarður Helgason, fæddur í Haga í Mjóafirði í Suður-Múlasýslu 25. júlí 1893 hlaut í aðaleinkunn 34 stig. 5. Ferdinand Magnússon, fæddur í Fagra- skógi við Eyjafjörð 28. september 1895, hlaut í aðaleinkunn 31. Hann lærði á siglinganámskeiðinu sem haldið var á Eskifirði í vetur, en vegna einhverra ástæða gekk hann þar ekki undir próf. Aðalástæðan fyrir því, jivað kenslutím- inn varð langur var vegna skorts á bók- um og öðrum áhöldum. Prófdómendur voru með mér þeir skip- stjórarnir Fr. Wathne og Jón Árnason. pt. Seyðisfirði 15. marz 1919. Davíð Sigurðsson. ★ * ¥ í sambandi við námskeið þau, sem haldin hafa verið hér á Seyðisfirði í vetur í stýrimannafræði og meðferð mótorvéla, hefi eg haft á hendi verklega kenslu í ýmsu, er lýtur að sjómensku. Námstíminn var 3 stundir á dag frá 1. febrúar til 13. marz. Þátttakendur voru 5 alls. Þetta var kent: 1. Allskonar stang á köðlum, bæði þrí- og fjórsnúnum. 2. 'Að stanga saman vlr, búa til auga á vír og alt er að því iýtur. 3. Að búa til ýmsa hnúta, hlífar og mottur. 4. Að klæða með skipmannsgarni. 5. Að gera við segl, bæði bæta þau og setja á þau »lig« og »mottur«. 6. Að bæta og standsetja net. Samfara verklegu kenslunni fóru fram munnlegar skýringar á verkinu og hvar hver tegund þess ætti við. Áhöld hefi eg lagt til að mestu leyti, en hr. Wathne, kaupmaður, að nokkru leyti. Hann hefir og lagt til ókeypis húsnæði og alt verkefni. Kenslukaup var ekkert tekið af nemend- unum. Seyðisfirði, 14. febr. 1919. Jón Árnason, skipstjóri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.