Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1919, Blaðsíða 23

Ægir - 01.04.1919, Blaðsíða 23
ÆGIR 53 Síldarmatslög'in. Undanfarið hefir verið nokkur umræða i blöðunum um síldarmatslögin. Er það eðlilegt. Bæði vegna þess hve stórfelda þýðingu síldveiðin hefir fyrir þjóðina, og ekki síður vegna hins hve stórlega menn hafafa rekíð sig á um meðferð hennar, þrátt fyrir núverandi síldarmatslög og ef- laust góðan vilja raatsmanna til þess að láta bætta verlcun á sild af þeim leiða. En ei má leggja árar í bát vegna þess að mistök hafa orðið með síldarmatið, heldur benda á leiðír til bóta. Helzt þær sem gefa mesta tryggingu fyrir umbótum og eru umsvifaminstar. Sú leið, sem fyrir mér vakir er að lög- leitt verði mat á saltaðri síld eingöngu, en núverandi mat falli alveg niður. Látum hver og einn um það hvaða sild hann saltar. Dómsorðið um nolhæfi og gæði vörunnar er uppkveðið þegar hún er tekin héðan til þess að flytjast á markaðinn. Sjálfsögð afieiðing af þessu er að síldar- eigendur myndu vanda alla meðferð síld- urinnar þangað til matið væri farið fram. Einnig yrði matið sjálft auðveldara til framkvæmda og kostnaðarminna fyrir sildareigendur en núverandi nrat. Enda hafa Norðmenn og Svíar eingöngu mat á saltaðri síld; er löggjöf okkar óhætt að lara að dæmi þeirra í þessu efni. í'litt álit er, að þegar á næsta þingi ætti að breyta síldarmatslögunum í þessa átt, Því i mínum augum og margra annara nsei' matið á nýveiddri síld eklti tilgangi sínum. Þeir sem hafa trú á því myndu velja Sei sjálfir matsmenn, ef um svo mikið 'ssri að ræða að verkstjórar þeirra kæm- ust ekki yfir fullkomið eftirlit. Hefi eg engu minni trú á þeim mönnum er síld- areigendur veldu sjálfir, því þeirættu aðal- matið yfir höfði sér, en þeim mönnum, er stjórnskipuðu síldarmatsmennirnir útnefna. Það mun sannast, að meðferð síldar kemst ekki í golt horf, fyr en mat á salt- aðri sild verður lögleitt. Bolungarvík í janúar 1919. Arngr. Fr. Bjarnason. Námskeið i meðferð og hirðingu mótora á Seyðisfirði 1919. Námskeiðið byrjaði 15. janúar og stóð yfir til 26. febrúar. Þátttakendur voru 25, frá ýmsum stöðum á Austurlandi. Af 25 námssveinum yoru 18, sem sóttu um að mega ganga undir próf, sem haldið var að námskeiðinu loknu, en 11 stóðust prófið. Neðanskráðir tóku próf og hlutu í aðaleinkunn 1. Jón I. Helgason, Mjóafirði . 18 stig 2. Sig. í\ Guðmundsson, Seyðisf. 16 — 3. Jón Kr. Stefánsson, Seyðisf. 13 — 4. Jóhann Sigurjónsson, Seyðisf. 14 — 5. Hávarður Helgason, Seyðisf. 19 — 6. JentoftKristiansen,OfotenNorgel9 — 7. OttoW.Berg.RudköbingDanm. 16 — 8. Guðm. H. Árnason, Seyðisf. 16 — 9. Jón Sigurðsson, Djúpavogi 18 — 10. Þorgeir G. Jónsson, Seyðisf. 12 — 11. Júlíus B. Björnsson, Seyðisf. 19 — Prófdómendur voru útnefndir af bæjar- fógetanum á Seyðisfirði. þeir Friðbjörn E. . Holm og Engelhart Svendsen, báðir vél- smiðir á Seyðisfirði, ásamt kennaranum í vélfræði Ól. Sveinssyni. Ól. Sveinsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.