Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1919, Síða 15

Ægir - 01.07.1919, Síða 15
ÆGIR 85 anum, fyrir sunnan skerin á Seltjarnar- nesi og Byggarðsboða, innsiglinguna á Ingólfsfjörö og Reykjarfjörð, rifið vestur af Skaganum, Hólmsker í Skagafirði, Málmeyjarrif, Rifstangarif o. s. frv. Að hafa góð sjómerki getur sparað eyðslu bæði á tíma og vélaeyðslu (kol og olíu). pau sjómerki sem til eru, að eg ímynda mér, eru kostuð af bæjum og einstökum héruðum? En hver á að líta eftir þeim? Séu þau ekki svo ábyggileg aðsjófarandinn geti treyst á þau, eru þau til lítilla nota. Um sjómerki á landi ætla eg ekki að tala að þessu sinni. Eg hefi ekki fengið tækifæri til að kynnast þeim, eins og eg óska. I „Den Isl. Lods“ er víða gefið upp hvar sé bezt að leggjast á hafnir eftir mið- um. í þeim tilgangi hafa víða verið mál- aðir stórir steinar, uppi í fjallshlið sem eiga svo að bera saman. Ef það álizt nauð- synlegt að hafa þessi merki og þau eru auglýst, ættu það helzt að vera vörður og ekki eins litar eins og snjórinn. Svo þyrfti að sjá um það, að ekki væri bygt fyrir þær. Eg liefi komið þar á höfn, sem bygt var rétt fyrir neðan þar sem steinarnir báru saman og steinninn lá á hliðinni. I*. S. Sjúkra- og rtyrtarsjóðnr vitavarða 3slanðs er nafn sjóðs, sem er nýstofnaður, sam- kvæmt skipulagsskrá, er hefir fengið konungl. staðfestingu. Sjóðurinn er orðinn til að tilhlutun nokkurra vitavarða, sérstaklega Yigfúsar Sigurðssonar á Reykjanesi, og myndist af hinu svo kallaða gestafó, sem gestuni, er koma til þess að skoða vitana, ber að greiða vitavörðum fyi*ir ómak þeirra. — petta gjald var lögákveðið 1910 á 25 aura, sém ætlast var til að gengi til vitavarð- anna sjálfra, en afleiðingin varð sú, að annaðhvort hættu menn við að skoða vit- ana, til þess að spara 25-eyringinn, eða vitavörður hliðraði sér við að krefja inn gjaldið — bauð heldur gestinum kaffi eftir sem áður! Nú hefir verið ákveðið, að þetta gjald renni í sameiginlegan sjóð, er verði til styrktar bágstöddum vitavörð- um, ekkjum þeirra og börnum. petta var fyrsta uppástungan, en við nánari athug- un varð það ljóst, að fé þetta nam svo litlu, að sjóðurinn mundi ekki ná neinni verulegri þýðingu í fyrirsjáanlegri fram- tíð, og buðust því allir vitaverðir til að leggja i sjóðinn einhvern hluta af launum sínum, því allir tóku þeir þessari sjóðs- hugmynd tveim höndum. Var þessi upp- hæð ákveðin a. m. k. 2% af laununum, en sumir hafa boðist til þess að leggja meira til, alt upp í 5% — enda eru laun þeirra svo lítil, að þau draga hvort sem er mjög skamt. Nú hefir fyrsti ársreikningur sjóðsins verið saminn, og hefir strax safnast i sjóðinn 400 kr., þar af launatillag árið 1918 kr. 297 en gestafé og gjafir (fyrir % ár) kr. 103, enda hefir margur gestur- inn verið svo höfðinglyndur, að láta ekki standa við hinn lögboðna 25-eyring — sem auðvitað er lágmarksgjald — heldur lagt mun meira í sjóðinn, alt upp í 10 kr., og svo liafa sumir vitaverðir lagt í hann gjafir fram yfir bið fasta gjald; einn hefir gefið 25 kr. lilutabréf í Eimskipafélagi Islands. pessi sjóðshugmynd er gleðilegur vott- ur um vaxandi stéttartilfinning meðal vitavarðanna, og tengir band milli þessara starfsmanna, sem sitja hver úti á sínu annesi og sjá — enn þá að minsta kosti — fæstir nokkurntíma hver til annars;

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.