Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1919, Blaðsíða 10

Ægir - 01.12.1919, Blaðsíða 10
128 ÆGIR verið, en svo ekki vitað meir. Til þess liefir aldrei verið áætlað neitt fé, að skrif- stofan hefði ungling, sem annað livort mætti senda, ef á lægi, eða skilja eftir á henni til að svara i síma. Meðan hr. Ólaf- ur Sveinsson var daglega á skrifstofunni, þegar hann var í bænum, bar minna á þessu, en nú fer hann, og nota eg tælci- færið hér til þess að þakka honum hans ágætu samvinnu og geta þess, að þar miss- ir félagið mann, sem v i 1 d i vinna því gagn, það fann eg best sem samverka- maður hans, og verst er þó að missa Ólaf vegna þess, að kaup það, sem hann fór fram á við Fiskiþingið var félaginu of- vaxið, eða þá í fjárhagsáætluninni mátti slíkt kaup ekki sjást, en ekki lái eg dug- legum manni, þótt hann hugsi margt, þeg- ar hann tekur á móti mánaðarkaupi sínu, sem er 250 kr. á mánuði og veit, að þeir, sem hann á námskeiðunum kennir í 5— 6 vikur fái í kaup 4—500 kr. á mánuði og fæði. pað er of mikill munur á kenn- ara og lærisveini, og því skyldi framgjam mentaður maður ekki reyna að bæta úr þessum mismun? Hann vinnur nú fram- vegis að því verki, sem öllum siglingum landsins er ómissandi og vona eg að allir, sem kynst hafa Ólafi Sveinssyni, taki und- ir með mér og að við árnum honum hcilla með hið nýja starf sitt og þökkum honum fyrir vel unnið starf í þarfir fiskimanna landsins. Nú er eg orðinn einn eftir af hinum upp- runalegu starfsmönnum félagsins, því um vélfræðiskennarastöðuna, sem auglýst er, hefir enginn sótt. Bið eg því deildirnar að senda erindi sín með símskeytum fyrst um sinn, því starf mitt semritariFiskifélagsins heimtar meira af mér, en að sita kyr á stól inn á skrifstofu, eða svo hef eg tek- ið það og mér fundist, en hennar á eg þó að gæta og ekki má kenna stjórninni um það, þótt skrifstofan svari ekki i síma, það verður mér að kenna, en eg er háð- ur fyrirkomulaginu. , Reykjavík 17. desember 1919. Sveinbjörn Egilson. Fiskmarkaðurinn í Genua. i. apríl 1918. — 1. april igig. (Skýrsla konsúls J.. Arfwedson í Genúa, dags. 29. júní 1919). Jafnvel þótt margt benti til þess í árs- byrjun, að árið mundi að ýmsu leyti verða markvert, þá bjóst þó enginn við, að á árinu mundi verði óvenjumikill fiskinn- flutningur. Að því er Island snertir, þá liefir þaðan aldrei borist jafn mikill fisk- ur frá því íslenskur fiskur fyrst fór að flytjast hingað, árið 1886. Aðeins fjórir farmar hafa komið beina leið og voru þeir allir í seglskipum, en mcginhluti fisksins var fluttur hingað yfir önnur lönd. Að undanteknum einum af ofangreindum förmum og nokkrum minniháttar fiskisendingum, var allur fiskinnflutningurinn i höndum itölsku stjórnarínnar. I scpíembermánuði var gefið út inn- flulningsbann á fiski, þannig, að frá þeim tíma gat stjórnin ein flutt inn fisk; tók hún einnig í sínar hendur útsöluna og voru í þeim tilgangi skipaðar nefndir. Meðan ófriðurinn síóð fór þó mest allur fiskurinn til hernaðarþarfa og að eins lít- ið eitt var selt almenningi. En, eins og við var að búast, kom eft- ir ófriðarlok kyrstaða í öll viðskifti.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.