Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1922, Síða 3

Ægir - 01.11.1922, Síða 3
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ISLANDS. 15. árg. Reykjavik, Nóvember 1922. Nr. II. íslenzka skipaskiáin við ársiok 1922. Almanak handa íslenzkum fiskimönn- um er nú verið að prenta. Meðal annars hefir það að innihalda íslenzku skipa- skrána eins og hún er um nýjár 1923. Þetta er þriðja árið, sem skipaskráin er tekin upp í almanakið; var byrjað á þvi um árslok 1920. Voru það ár 41 skip knúð með gufuafli, 16 mótorskip og 12 selgskip, alls 69 skip, reiknað frá 50 rúmlesta skipum (brúttó) upp eftir. Næsta ár bætast á skrána, »Goðafoss« eimskip, »Baldur« og »Menja« botnvörpu- skip og eru skipin þá alls 72, og enn talið frá 50 brúttó rúmlestum. 1922 hafa 3 ný botnvörpuskip verið keypt til lands- ins. Eru það þau: »Glaður« og »Gull- toppur« eign h/f. »Sleipnir« og »Otur« h/f. Otur. Ættu því skipin nú að vera 75 að tölu, en svo er ekki, því þetta ár hefir islenzki skipastóllinn týnt tölunni. 24. marz í norðanrokinu mikla, rak mótorskipið »Svala« (397 br. rúml.) á land á Rauðarárvík við Reykjavík. Hinn 1. maí slrandar skip ríkisins »Sterling« við mynni Seyðisfjarðar og fór í spón. Mótorskipið »Haukur« (357 br. rúml.) var á miðju sumri seldur til útlanda. Botnvörpuskipið »Ingólfur Arnarson« kaupa Færeyingar. Verða þá skipin um áramót 1922—23 72, sem skiftast þannig: 45 skip knúð með gufuafli, 15 mótorskip og 12 seglskip. Botnvörpuskipin eru 31 að meðtöldum tveimur Hafnaríjarðarskipunum »Víðir« og »Ymir«. 1 þetta skifti verður hafður viðauki við skrána, þar sem öllum einkennis- bókstöfum skipanna er flokkað eftir staf- rofsröð; er það gert til léttis er skip skiftast á merkjum. í skipaskrána vantar öll islenzk skip frá stærðinni 50 rúmlestir brúttó og nið- ureftir, og mun hún þvi hin fátæklegasta skrá yfir skipastól, sem nokkurt ríki gefur út. Ástæðan er sú, að lestamál skipastóls- ins er í hinni mesta óreglu og sú einasta skrá, sem nokkra reiðu er að henda á, er sú, sem landsstjórnin heimtaði, þegar steinolíuskömtunin fór fram um 1917. 1 henni eru upptaldir allir mótorbátar, sem þá voru til á landinn, enda hlaut það að vera áhugamál allra, sem mótor- fleytur áttu að draga ekkert undan. I þeirri skrá er upptalið: Nafn, umdæm- istala, stærð, (hvort brúttó eða nettó sést ekki) tegund vélar, hestaöfl og eigendur. Hvar fle}dan var smíðuð og hvenær er hvergi getið, eigi heldur hvaða ár smiðuð, hvergi minst á lengd, breidd, dýpt eða efni, ekki hvort skipið sé ein- mastrað eða tvímastrað og munu því flestir vera sammála um, að ekki sæmir það sér að setja þau skip á opinbera

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.