Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1922, Síða 13

Ægir - 01.11.1922, Síða 13
ÆGIR 155 Eitf sem eg benti á í áminnstri grein minni í Ægir 10. árgangi var, hvað mikil nauðsyn væri á að bæta lendinguna á Skálum, og þykist eg góðu bættur, að sú bending nú eftir 6—7 ár, hefir verið tekin til greina, svo eg þykist þó þar liafa hitt naglan á höfuðið. Á Aust- tjörðum. er nú ráðgert að byrja við fyrsta tækifæri að gera þarna lendinga- bót ef nægilegt fé fæst til þess. Það sama vona eg að verði upp á teningnum þeg- ar fiskur bregst fyrir Vesturlandi, að þá fari bæði þilskip og vélbátar að leita austur um Langanes. Vona eg ef timar breytast ekki stórkostlega, að það verði til góðs og til eflingar fiskiveiðunum, gleddi það mig mikið að svo yrði. Hafnarílrði í nóvember 1922. Edilon Grímsson. Mannvirki Reykjavíkur. A) Á kostnað bæjarsjóðs 1921 voru þessi aðalverk framkvæmd. 1) 3" vatnsæð frá Kennarasköla að Suð- urpól með 2 brunahönum við Suð- urpólinn. Lengdin var 515 m, en kostnaður 16000 kr. 2) Hverfisgata var malbikuð frá Hafn- arstræti að Ingólfsstræti. Akvegurinn 9 m. breiður og 1600 m2 að stærð. Gangstéttir 2—3 m. á breidd, en 400 m2 að stærð. Kostnaðurinn varð 58000 kr. 3) í Skólavörðuholti voru lagðar göturn- ar: Bragagata, Nönnugata, Týsgata, Urðarstigui', Lokastígur og Bergþóru- gata. Allur kostnaður 60000 kr. 4) Farsóttahústð raflýst og lokið við þær breytingar, sem byrjað var á árjð áður, 5) Raflýstur Barnaskólinn. 6) Bakhúsið við siökkvistöðina breytt i svefnhús og íveruhús fyrír slökkvi- liðið, ibúð fyrir varaslökkviliðsstjóra og skrifstofur. Ennfremur var öðrum bílskúrnum þar breytt og tekinn handa sjúkrabilnum. 7) Yið áhaldahús bæjarins við Vega- mótastig var gerður steinsteyptur skúr fyrir flutningabílana, Kostnaður 10000 krónur. 8) í dýrtiðarvinnu var gerður fiskreitur i Rauðarárholti, ca. 6 dagsláttur að stærð. Vegur var lagður að reitnum og Rauðarárstígur og Háleigsvegur breikkaður og malborinn. H. Klitgaard Nielsen. B) Reykjavikurhöfn. Ár 1921 var haldið áfram með upp- fyllingu þá fyrir vestan Batteriisgarð, sem byrjað var á í aprílmánuði 1919, og var henni að mestu lokið um áramótin 1921 —1922. Samtímis var unnið að bólvirk- inu meðfram vesturhlið uppfyllingarinn- ar, og stóð fyrir þvi verki P. M. Vejl- gaard fyrir verkfræðingafélagið Kamp- mann, Kjærulf og Saxild; var því verki lokið og afhent höfninni í desember 1921, Auk þess var unnið að viðhaldi hafnar- innar á ýmsum sviðum. P. K. Timarlt V. F. í. 1»22, Yerkun og mat á saltflski á íslaudi. í Noregi er sérprentaður leiðarvisir um verkun og fiskimat á Islandi, eftir erind- reka Olaus Dybfest, kominn á markaðinn. (Norsk Fiskeritidende, Sept. 1922.)

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.