Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1922, Qupperneq 5

Ægir - 01.11.1922, Qupperneq 5
ÆGIR 147 oflftil skipaskrá fyrir land, sem á mörg hundruð fleytur. 19. nóv. 1922. Fyrrum og nú. Miklar eru breytingarnar orðnar síðan eg fyrst man til og nú er mér sumt óskiljanlegt, sem eg þó ólst upp með. Eg man vel eftir fiskileysisárunum við Faxaflóa 1873—77 og óskiljanlegt er mér nú, hvernig kaupmenn fóru að þvi, fyrst að lána mönnunt, sem ekkert höfðu að leggja inn, svo að standa það í skilum við erlenda viðskiftamenn, að vörur væru þeirn sendar ár eftir ár og verða þrátt fyrir alt efnaðir menn og halda efnum við. Vörur voru alls ekki dýrar þá, svo að álagning gat ekki auðgað að mun. Góðgerðir voru miklu meiri hjá kaup- mönnum hér syðra en uú er og illa krltugur mátli sá vera, sem ekki var óhætt að sýna jólapelann í búðinni eða svo var það í Hafnarfirði. Sjálftr voru kaupmenn að tapa fé á hinni miklu rósemi sinni, þar sem þeim kom ekki til hugar að eyða 3—400 krón- um til þess að skreppa út yfir pollinn og hafa tal af þeim, sem sendu þeim árlega vörur og seldu fyrir þá afurðir. Það var eins auðvelt fyrir suma Faxa- flóakaupmenn að sigla og t. d. Jakob gamla Thorarensen frá Reykjarfirði. l?að var karl, sem þekti verð á hlutunum í Kaupmannahöfn. Mér er nær að halda, að sumir kaupmenn hér hafi stórskaðast á að sigla ekki endrum og sinnum, og um leið viðskiftamenn þeirra hér. Hin fyrsta síldarsending héðan til út- landa mun hafa verið þegar faðir minn sendi Gillespie í Leith 100 tunnur af vel- saltaðri sild með jagtinni »Henriette«, sumarið 1883. Síldin var losuð f Leith. Regar »Henriette« fór þaðan til Dysart að taka kol sagði Gillespie skipstjóra, að hann gæti fengið 27 sh. fyrir tunnuna, en vildi ekki selja. Með jagtinni skrifaði hann föður mínum; var þá síldin kom- in niður í 23 sh., en hann kvað hana mundi hækka. Einu ári síðar kom skilagrein, þá hafði Gillespie selt hverja tunnu fy^rir 1 — einn shilling, og reikningur fyrir pakkhúsleigu fylgdi með. Hér var ekki hægt að grensl- ast eftir neinu, enginn sími og aðilar hvor í sinu landi. Þrátt fyrir alt fiskileysi og aðra örð- ugleika fylgdi guðs blessun öllu og á engum sá. Kaupmenn voru hjálpfúsir, en hve lengi þeir gátu verið það, skil eg ekki nú, nema ef svo skyldi vera, að það var á þeirri tíð, þegar kærusturnar, hvað þá konurnar réðu sér ekki fyrir gleði, þegar þær fengu saumakassa á 1 kr. 50 aura í jólagjöf, og þakldæti fyrir gjöfina var eins innilegt og nú á dögum fyrir Klaver eða Bíl. Um það leyti, sem hér um ræðir, mun mannfjöldi á öllu landinu hafa verið um 65 þúsundir, en 1915 er hann orðinn 881/* þúsund eða aukist um rúm 20 þúsund á 40 árum. Hve margir af þessum hóp gegni opinberum störfum, vinni að fram- leiðslu o. þ. I. er ekki auðið að segja, þar sem engar skýrslur eru til um það, en sé V* fólksfjöldans, sem starfar að ýmiskonar framleiðslu á öllu landinu, þá má það þrekvirki kallast að kljúfa alt það, sem hinum miklu breytingum á öllu hefir fylgt þjá þessari fámennu þjóð, hina siðustu fjóra áratugi. 1898 voru hér nýkomin fiskiskip frá Englandi, keypt af islenzkum borgurum og áttu að stunda hér fiskiveiðar. Það voru kúttararnir, hin beztu fiskiskip, sem auðið var að fá og afburðafleytur i alla

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.