Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1922, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.1922, Blaðsíða 6
148 ÆGIR staði. Fískimeun buðu sig fram i hóp- um, vinna óx í bænum eftir að skipum fjölgaði og nutu bæði konur, börn og eldra fólk vinnu við fiskverkun; mun óhætt að fullyrða, að árin 1898—1900 hafi nálega hver vinnufær manneskja í bænum haft vinnu og stundað hana, Geir sálugi Zoéga mun þessi árin hafa veitt um 700 manns atvinnu ár hvert, þegar talin eru gamalmenni og börn auk þeirra fullorðnu og fleiri áttu skip en hann, því allir vildu eignast kútter, bæði þeir, sem kunnu að gera út skip og eins þeir, sem héldu, að öll útgerð væri í því innifalin að vera skipseigandi. Kúttararnir voru ódýr skip, um 7—8000 krónur á sölustaðnum, en á kaupunum var ólag, sem var íslendingum sjálfum að kenna. Eg kom á tveimur kútterum nýkeypt- um hingað til lands 1898—1900. Vorn bæði þessi sldp keypt á floti í skipakví- um í Hull og Grímsbv, án nokkurar skoðunar. Við vorum sendir til að sækja þau, flýtlum okkur að slá undir seglum, herða reiðann, taka kolafarm, vistir og vatn og sigla á stað. Hvernig skipsbolur- inn var, innviðir og annað, er treysla átti vissum við ekki og höfðum að eins sögusögn seljanda um, að skipið væri gott. Maður að nafni Lloyd átti annað skipið, sem eg kom á og kynlist eg syni hans þá fáu daga, sem verið var að búa skipið á stað og var tvisvar boðið að borða hjá fjölskyldunni. Lloyd sagði mér, að hann hefði átt þrjá kúttera, sem væru nú allir seldir; væri þessi sá síðasti og gengi andvirði þeirra í hluti í botnvörpuskip- um, sem þá voru að ryðja sér tiHrúms. Hann sagðist hafa tekið eftir hinum miklu kútlerkaupum íslendinga; en ekki væru þeir miklir verzlunarmenn að sínu áliti, þar stím þeir kæmu til skipakaupa með heilar skipshafnir, kostuðu ferð, kaup og fæði, þegar skipaferðir væru strjálar, örð- ugt og dýrt að koma mönnum heim aftur, ef skip ekki líkaði og ekkert yrði úr kaupum, ekkert simasamband og örð- ugleikar á allar hliðar ef eitthvað bæri út af. Hann sagðist vera viss um, að hefðu íslendingar auglýst á Englandi, að þeir vildu kaupa skip heppileg til fiskiveiða og að kaup færu fram á is- lenzkri höfn, þá mundu Englendingar sjálfir hafa siglt þeim upp, við getað skoðað skipin og sett okkar verð (þ. e. prúttað). Sjálfur sagðist hann hafa verið orðinn i mestu vandræðum með þetta siðasta skip sitt, þar sem hann varð að bera allan kostnað þegar flytja varð það í skipakvínni úr vegi þeirra, sem kom- ast þurftu að, og hefði hann verið kom- inn á fremsta hlunn með að hlaða það kolum og jarðeplum og sigla því til ls- lands, reyna að græða á farminum og verða laus við skipið fyrir eitthvað. Nú þegar við kæmum þannig upp í hönd- urnar á sér og ættum að sækja þennan ómaga þá væri það að eins mannlegt, að hann herti á verðinu um 50—70 sterl.pd. einkum þar sem hærra verð gæfi okkur hugmynd um betra skip. Skipið sagði hann gott og fullvissaði mig um það og hann sagði satt; skipið hefir sannað hans orð, því það er »Haraldur«, sem lengi var kendur við Akranes og heitir nú »Hákon« eign Geirs Sigurðssonar i Rvík. Um ráð Lloyds gat eg þegar heim kom, en því var ekki sint. Þessi skip hafa því að likindum verið keypt dýrara en nauðsyn var, en 1000— 1500 kr. fram yfir sannvirði drap engan, en að kaupa óskoðuð skip, sem stuud- um var gert, það hafði slæmar afleiðing- ar í för með sér þegar stórviðgerðir þurftu fram að fara á skrokknum á næstu árum eftir komu þeirra hingað. Aætlun um viðgerðir var mjög óábyggi- leg og tór að öllu jöfuu fraiu úr þvi,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.