Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1922, Qupperneq 7

Ægir - 01.11.1922, Qupperneq 7
ÆGIR 149 sem eiganda var sagt og hann sjálfur áætlaði, að hann gæli borið. Það var það, sain eyðilagði útgerðarmenn hér í sambandi við kaupkröfur fiskimanna, þólt þær væru tilnefndar aðalástæða til, að kútterar báru sig ekki. Fjöldi Reykjavíkurmanna man eftir kúilerunum og þeim glöðu drengjum, sem á þeim stunduðu veiðar og héldu skipum sínum, sem listiskip væru og þótti vænt um þau. Þessi skip eru úr sögunni, þau báru sig ekki hér, en Fær- eyingar græða á þeim. t*au kunna að vera úrelt fyrir okkur íslendinga, en óhikað þori eg að fullvrða það, að varla mun sá fiskimaður til, sem á kútterunum stundaði atvinnu um aldamólin, að hann ekki minnist með gleði á veru sína þar og félagsskap allan. F*að var ilt að missa skipin en verra þó, að með þeim hvarf sá partur fiskimanna landsins, sem skör- uðu fram úr að draga fisk. Þegar botvörpuskipum fjölgaði barst ntiklu meiri fiskur á Iand á hverju skipi, en menn áttu að venjast og öll þorsk- veiði varð mikilfengari, og þar af leið- andi óx atvinna raanna við uppskipun á fiski, útskipun á salti og kolum m. fl. við kol og salt, sem flutt var til landsins handa botnvörpuskipum, og svo kom vinnan við alla verkun aflans. Hásetum likaði vel vera sin á skipunum þau árin, sem eg þekkti til og afgreiddi botn- vörpuskip 1908-1914, og flestir þeirra höfðu, að mér virtist áhuga á starfinu, bæði yfirmenn og undirgefnir, og munu íslendingar nú i engu standa á baki öðr- um þjóðum er um botnvörpuveiðar ræðir. Eg gai þess, að Geir Zoéga mundi hafa haft um 700 manns í vinnu þegar skip hans voru flest. 1 botnvörpuskip hefir á vertíð um 30 manns; þegar hún er úti og skipið fer á is er 14 mönnum sagt upp; eftir verða 16 menn, sem reikna má að hafi árs- framfæri á skipinu, en hinir 14, sem fóru í land er ísfiskirí byrjaði, má telja að hafi hálfs árs framfæri. Ganga má að því vísu að þessir menn hafi heimili eða fyrir oðrum að sjá, verða hér því 16-f- 7=23 heimili, sem sjálft skipið ber uppi. í meðalári aflar botnvörpuskip 24— 2500 skpd, af fiski. Uppskipun á þvi, kol og saltútlát til skipsins verkun á aflanum og öll afgreiðsla við hann verða um 100 þúsund krónur. Gerum ráð fyrir að verkamannaheimili hafi um 3000 kr. tekjur. Þá koma hér fram 33 heimili að viðbættum áðurnefndum 23 heimilum, sem verða alls 56 heimili, sem hvert bolnvörpuskip með líkum afla framfærir. Teljum að 5—6 manns séu á heimili hverju, þá verða hér 275—300 manns. Eftir því sem skip eru fleiri á hverj- um stað, eykst vinna við affermingu skipa þeirra, sem flytja nauðsynjar til veiðanna, auk annarar vinnu óbeinlínis, sem af útgerð leiðir. Tökum t. d. Hafnarfjörð. Þar munu nú vera um 2400 íbúar. 8 botnvörpuskip mundu gefa svo mikla vinnu, að öllum gæti liðið vel, en þar er útkoma önnur nú, því af þessum 2400 manns munu vart 100 hafa vinnu að staðaldri í velur. Gerum ráð fyrir, að í Revkjavik séu um 30 botnvörpuskip, sem eftir áðurrituðum reikningi ætti að gefa 8—9000 manns daglegt brauð en það er um helmingur af íbúum Reykjavíkur. Hvort Reykjavik- urbúar þ. e. þeir, sem greiða hér skatta og skyldur verða vinnunnar aðnjótandi, eða aðkomumenn, sem á sumum timum árs dvelja hér, veit eg ekki, en vinnu- laun, sem nema 3 miljónum króna á ári, bæta úr mörgu í litlum bæ. Kúttararnir hurfu héðan vegna þess að þeir þóttu of dýrir, og menn seldu þá. F*að var ekki auðið að fá ódýr skip

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.