Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1922, Síða 4

Ægir - 01.11.1922, Síða 4
146 ÆGIR skrá útgefna af Stjórnarráðinu þar sem alt það vantar, sem á er minst. í kaupum og sölu skipa er nauðsyn- legt að geta tilgreint aldur og efni. Efnið má rannsaka, en verra er að fá vissu um aldur, og ganga má að þvi vísu, að ald- ur sumra mótorbáta fáist aldrei nákvæm- lega uppgefinn. Þegar húseigandi gefur húsi sínu nafn, þá auglýsir hann það; sama gerirbóndi, sem breytir hæjarnafni sínu, en þegar nafni skips er breytt, þá er þess hvergi getið og sést hafa hér bátar, sem hafa haft umdæmisstafi sina á bógnum, en átt heima í allt öðru héraði landsins en þessir stafir bentu á. Danska skipaskráin var lengi full at vitleysum í þeim kafla, sem skýrði frá islenzka skipastólnum, en ætti nú að semja skrá yfir mótorbátaeign landsins, segjum að 30 rúmlestum til að byrja með, þá yrði hún engu betri en sú danska, neina með ærna fyrirhöfn, og auk þess eru eigendaskifti svo tíð, að á dálkinum »Eigendur og heimilict væri lítið að byggja. Þrátt fyrir þetta alt, þá er ófært, að ekki sé til skrá yfir fleiri skip en i alma- nakinu birtist, þar sem ganga má að því vísu að skipakosturinn sé 5—600 skip og bátar, og heldur ætti það að vera gróði en tap, að skipastóllinn sæist allur á skrá þeirri, sem kemst í hendur útlend- inga jafnt og sjómanna okkar, I3að er eign, sem nemur miljónura. Við sjáum opt i erlendum blöðum, að löndin eru talin að eiga svo og svo margar rúmlestir í skipastól og nokkuð má reikna út eftir því, hversu mikils virði öll eignin sé. A stríðsárunum var hér smíðaður 13 rúmlesta bátur, sem með vél kostaði 50 þúsund krónur. Þá hefir hver rúmlest kostað nálægt 4000 krónum. Ýmislegt verður ljósara þegar menn gera sér grein fyrir hve mikið rúmlestin kosti er þeir gera skipakaup og miða það við eitthvað annað. Þannig hefir t. d. 1 kútter 80 smá- lesta, með seglum og öðru tilheyrandi, kostað jafnt árið 1898 og tvær rúmlestir kostuðu í nýjum mótorbát árið 1916. Þetta skýrir margt, vilji menn athuga það. Eftir því sem bátar voru hér keyptir, meðau hið afskaplega verð var á öllu, þá mun meðalverð allra mótorbáta lands- ins nú um stundir lágt reiknað 15 þús- und krónur fyrir bát, þegar veiðafæri öll eru talia með; séu bátar 500, þá verður þessi skipaeign hálf áttunda miljón krónur. Kaupmenn hafa árlega vörutalningu í búðum sínum til þess þar með að sjá hvernig hagurinn er. Skipastóllinn, þótt eign sérstakra sé, er liður i þjóðarbúinu og yrði verðlagður, sem slíkur, ætti ein- hverntíma að svara þeirri spurningu: »hvers virði er lsland«? Þess vegua virðist svo, að skrá yfir þennan lið eigna landsins sé nauðsynleg, en eigi hún að hafa nokkuð gildi i skipaskránni, þá verður hún að vera rétt og ábyggileg, því sé hún ekki það er hún þar þýð- ingarlaus. Rúmlestatal skipa, er ein af tekjulind- um ríkissjóðs, ber því brýna nauðsyu til að ómæld skip séu tekin fyrir hið tyrsta og gengið úr skugga um stærð þeirra, sem vafasöm eru. Væri unnið að því næsta sumar, gætu mælingamenn um leið gefið upp, úr hvaða við skip sé smiðað. Væri það ráð tekið, þar sem fé er lítið aflögu, að taka að eins þau skip fyrir, sem eru frá 50 lil 36 rúmlestir, reyna að fá ábyggilegar upplýsingar um þá stærð á næsta ári og grenslast eftir aldri, þá væri ekki óhugsandi, að skipaskráin 1924 yrði mun stærri, en sú sem birtist fyrir 1923. 72 skip talin eign Islands er

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.