Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1922, Blaðsíða 12

Ægir - 01.11.1922, Blaðsíða 12
154 ÆGIR inn svo eg viii af innlendum fiskimönn- um, enginn reynt að leita austur um Langanes hvað tregt sem verið hefir um fisk fyrir Vesturlandi, og kalla eg það oímikla ti*3rgð við gömlu stöðvarnar. Menn vita og hafa sannar fréttir af, að Færeyingar moka þarna upp bezta afla af vænum þorski á hverju sumri nú síð- asta áratug, og það mætti merkilegt heita ef íslendingar gætu ekki aflað á þessum slóðum alveg eins og þeir með sömu veiðiaðferð og sömu beitu. Það var árið 1915 sem eg mátti heila að vera með annan fótinn á Skálum frá því siðast í maí og til um miðjan sepl- ember, og kyntist eg þá Færeyingum mik- ið, því þeir voru iðulegir gestir á Skál- um, og leitaði eg mér allra mögulegra upplýsinga hjá þeim,£ bæði hvar beztu fiskimiðin væru og hvaða veiðiaðferð þeir teldu heppilegasta og gáfu þeir mér greið og góð svör við öllu, sem eg spurði þá um viðvíkjandi fiskiveiðum. En eg var sökum heilsulasleika hættur sjómensku á þilskipi á þessum tíma, svo mér gafst ekki kostur á að reyna þessi fiskimið Færeyinga. En reynslan hefir nú sýnt að þessi fiskimið austanvert við Langa- nes og alla leið suður á móts við Borg- arfjörð, eru þau langfiskisælustu hér við land yfir sumartímann. Færeyingar hafa nú sótt á þetta svæði mörg siðustu sum- ur og ekki brugðist að fá þar bezta afla hvert sumar, og hafa nú á síðustu árum stór grætt á sinni kúttera útgerð. Það er eftirtektervert að þegar kúttera útgerðin var að mestu lögð niður hér, og allir kútterarnir seldir eða eyðilagðir, að á sama tíma auka Færeyingar sina kúttera- útgerð hvað mest og hafa góðan ágóða á útgerð sinni, og þó virðist, að þeir haía lakari aðstöðu en íslendingar, þar sem þeir verða að sækja allan aíla sinn hér upp til íslands. Þeir hafa eitthvað betra lag á að stjórna þessari útgero sinni hérna; þeir græða á sinni kútteraútgerð á sama lima, sem hún fór hér í hund- ana, svo menn sáu sér ekki færl að halda henni áfram. Það er eitthvað bogið við þetta. Eg man hvað mér sárnaði þegar eg var á Skálum 1915, að sjá þar híma upp undir þegar norðanstorma gerði, þetta oft frá 50—70 kúltera til að halda sér þar við i skjólinu þangað til storminn lægði, öll meira eða minna hlaðin af fiski, en í þessum flota skyldi engin is- lenzkt fleyta sjást. Þá er ekki síður arðvænlegl að sum- artímanum að stærri vélbátar, sem stunda lóðafisld sæktu þangað austur; þar er hægt að veiða nóga síld til beitu og nóg- an ís er að fá til að frysta síldina, það er líka fengin reynsla fyrir því að þetta lánast vel. Austfirðingar hafa nú tvö siðustu sumur sótt þangað á vélbát- um þegar tregur afli hefir verið undan fjörðunum, og þótt það lánast vel eftir ástæðum. — Eg verð að telja vist að þar megi fá uppgripa afla á vélbáta sem slunda lóðafiskeri. Spursmál um hvort það borgaði sig' ekki fult eins vel eins og sildarútgerðin, meðan ekkert greiðist úr með sölu á síldinni, að hún hækki í verði. Það getur nú verið að það fæli menn frá bæði hér aí Suðuilandi og eins Vest- urlandi að sækja austur um Langanes, að þar er engin regluleg eða örugg höfn. En þetta kemur alls ekki til greina yfir sumartímann, því það eru ágæt lagi fyrir hvaða skip sem er kringum nesið. A Skálum og Kumlavik í allri norðan og vestan átt. Á Skoruvík í sunnan átt og undan Læknisstöðum og eins Brim- nesi í austan átt og suðaustan; hrein leið og skerjalaust kringum nesið þétt upp að fjöru, og allgóður haldbotn á öllum þessum slóðum,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.