Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1923, Blaðsíða 6

Ægir - 01.05.1923, Blaðsíða 6
76 ÆGIR mest stunda sildveiðar og svo með sam- vinnu við útlenda visindamenn, sem hafa einkum fengist við rannsóknir á síldinni. Sumt af þvi sem eg hefi orðið vísari, hefi eg birt í skýrslum mínum. Eitt af þessum atriðum var hrygningin sem eg gerði að umtalsefni í skýrslu minni 1905, Andv. XXI, bls. 117. Þar gat eg þess, að eg hefði komist að raun um, að nokkuð af síldinni hér við land gyti snemma vors (í mars—april), væri vor- gjótandi, en nokkuð að liðandi miðju sumri (i júlí—ágúst), væri sumargjótandi, og dró af því þá ályktun, að hér væri um tvö ólík síldarkyn að ræða. Gerði eg töluverðar tilraunir (með talningu á hryggjarliðum og uggageislum á allmiklu af sild frá ýmsum stöðum) til þess að fá þetta sýnt, en tókst það ekki svo að mér likaði. Fékk eg þá Dr. A. C. Johansen, sem er forstöðumaður samþjóða rann- sóknanna heima fyrir við Danmörku, og fæst mikið við síldarrannsóknir, í sam- vinnu með mér, á þann hátt, að eg hélt áfram að afla frekari upplýsinga viðvikj- andi hrygningunni og úlvegaði síld frá ýmsum stöðum (Eyjafirði. Eldeyjarbanka og Vestmanneyjum) til rannsóknar, sem hann svo framkvæmdi. Komst hann brátt að sömu niðurstöðunni og eg: að hér væri um tvö síldarkyn að ræða, og gat eg þess stuttlega i skýrslu 1919—20, Andv. XLVI, bls. 42. En nú heflr hann lokið þessum rannsóknum, hvað sumar- giótandi sild snertir og birt (á ensku) árangurinn af þeim i Meddelelser fra Kom- missionen for Havundersögelser, Serie Fiskeri, Bb. VI. Nr. 3.1 og skal eg nú skýra stuttlega frá aðalútkomunni. Til rannsóknanna útvegaði eg Dr. Johansen 297 sildir, veiddar á Eldeyjar- 1) On the Summer-spawning Herring (Clupea harengus) of Iccland. banka í lok maímánaðar 1919 frá Reykja- vik á skip hr. kaupmanns Asgeirs Pét- urssonar, sem þá gerði tilraunir til þess að verka sunnlenska vorsíld til útflutn- ings. Eftir lét hann Dr. Johansen síldina saltaða, í Kaupmannahöfn. Síld þessi, sem eg bjóst við að væri úthrygnd vor- gjótandi sild, reyndist að vera sumar- gjótandi síld, 169 hængar, 128 hrygnur; var hún með allþroskuðum hrognum og sviljum, en þó ekki lengra á leið komin en það, að 1—2 mánuðir mundu hafa verið til hrygningar. Stærð og aldur þessarar síldar eru sýnd í yfirlitinu hér á eftir. Aldur, vetur Tala Meðal- lengd Aldur Tala Meðal- lcngd 14 1 36,5 5 11 32,9 13 2 38,0 4 19 31,8 12 2 36,0 3 1 29,5 11 7 36,2 10-12 1 32,5 10 15 35,5 9-10 1 35,5 9 12 34,6 1 00 1 31,5 8 24 34,4 6- 7 1 32,5 7 112 33,4 ? 18 33,3 6 09 32,9 )) )) )) Sést á þessu, að öll þessi síld hefir verið stórsíld, 30—38 cm. löng. Minsta síldin, sem þó var 29,5 cm. löng, var að eins þrevetur, og sýnir þáð, að vöxtur þessarar sildar getur verið mjög hraður, að meðaltali 10 cm. á ári. Flest af síld- inni var 7 vetra (frá 1911). Svo útvegaði eg 180 sildir frá Vestmanneyjum; voru þær veiddar við Dranga, 14. ágúst 1919, og fékk eg þær fyrir góðvild þess er veiddi: Þorsteins Jónssonar i Laufási. Síld þessi var, eins og eg hefi sagt frá í skýrslu minni 1919—20, sem óðast að gjóta. 136 voru hængar, 44 hrygnur. Stærð hennar og aldur sést á eftirfarandi yfirliti.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.