Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1923, Blaðsíða 15

Ægir - 01.05.1923, Blaðsíða 15
ÆGIR 85 Undarlegir viðburðir i Norðurhöium. ----- Nlðurl. Á öðru timabili, sem er mikið eldra, þegar Grænland lá í hitabeltinu, þá virð- ist að loftslagið hafi verið svipað yfir allan heim, og það voru sömu plönturn- ar, sem uxu þá á Grænlandi, Californíu, Spitzbergen og í Virginíu. Enginn maður getur með nokkurri vissu skýrt ástæðuna fyrir þessu. Ein hugmyndin er það, að á því timabili, þá hafi loftið fylst með vatnsgufu, sem hafi veitt hitageislum sól- arinnar mótstöðu, svo þeir hafi haít mismunandi áhrif og að þannig hafi sú fyrirstaða orðið til þess að framleiða mismunandi veðráttufar á hinum ýmsu beltum jarðarinnar. Grænland er stærsta eyland í heimi. Mikið af því er hálendi. Blágrýti er und- irstaða þess hálendis. Á láglendinu eru hinar fornu jurtaleyfar að finna, og þar var það sem þeir White og Schuchbert fundu sjódýraleyfar á meðal þeirra fisk- legunda, sem nú eru útdauðar. í þessu sambandi er vert að geta um, að Dr. Adolf Hoel fann kolanámur mikl- ar á Austur-Grænlandi, sem menn höfðu áður enga hugmynd um. Eru námur þær við Aventfjörðinn á austurströndinni og sagðar geyma geypimikinn forða á- gætra kola, eru það alt saman leyfar frá jurtagróðri þeim, sem þar átti sér slað á fyrri öldum. Visindamenn halda frarn, að yfir heim- inn hafi komið að minsta kosti fleiri en eitt ísaldartimabil. Það virðist að kulda- og hitatímabil hafi skiftst á, og nú er sem eitt af þessum hitatímabilum sé í aðsígi, sem að getur varað svo tugum þúsunda ára skiftir. Og þessar undra- breytingar, sem vart hefir orðið við í is- hafinu, eru máske fyrirboði annara stór- kostlegri breytinga, sem hafa hagstæð á- hrif á alla jarðarbúa og opna til ábúðar og arðs, lönd, sem nú eru jökulbundin °g Óbyggíteg- [Lögberg]. Skipströnd og mannskaðar. 3 seglsldp og 2 vélbátar stranda. Menn töldu það ekki ólíklegt, að norð- angarðurinn, sem skall á hinn 4 maí, mundi einhversstaðar gera usla á skipum eða mönnum. Bæði var það, að veðrið skall á mjög fljótt, og eins hitt, að því fylgdi frost og slórhrið, og var hið harð- asta. Þrjú seglskip og tveir vélbátar ráku á land, og einn maður druknaði í veðrinu. Á Hornvik strönduðu tvö skip af Norð- urlandi, »Róberl« af Akureyri, eign Ás- geirs Péturssonar, og brotnaði i spón. En hitt af Siglufirði, »Kristjana«, eign Sameinuðu verzlananna og rak hana upp á sanda, svo hún er talin lítt skemd. Al' »Róbert« druknaði einn maður, Sigtryggur Sigtryggsson frá Ytri-Haga á Árskógs- strönd. Þá rak ennfremur upp tvo vélbáta á Hornvik, »Björninn«, eign Sigfúsar Da- níelssonar og fleiri, og »Farsæll«, var hann frá Súðavík. Brotnuðu þeir báðir i spón. Á Haganesvík i Fljótum, rak i land seglskipið »Flink«, eign Höepfnersverzl- unar á Akureyri og brotnaði. Öll þessi skipströnd munu hafa orðið á föstudagssólarhringnum, því þá var veðrið mest og stórhríðin dimmust þar nyrðra

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.