Ægir - 01.05.1923, Blaðsíða 13
ÆGIR
83
Apríl.
Patreksfjörður 45 — 60 — )) — ))
Dýrafjörður 63 — 44 — 4 — ))
Önundarfjörður 67 — 48 — 7 — ))
Súgandafjörður ... 270 — 44 — 10 — » —
Bolungarvik ... 494 — 268 — » — » —
Hnífsdalur ... 213 — 269 — 15 — ))
ísafjörður ... 500 — 68 — 55 — 6 —
Álítafjörður ... 340 — 90 — 22 — ))
Sléttuhreppur ... 130 — 60 — 15 — ))
2122 skpd. 951 skpd. 128 skpd. 6 skpd
Afli á Austurlandi. Hinn 1. mai var þar komið á land 6400 skippund af stór-
fiski 1078 skippund smáfiskur 306 skippund af ýsu og öðrum fiski.
Hið fyrsta mötorknúða
botnvörpuskip í Grímsby.
Svo segir í »The Fish Trades Gazette«
frá 27. mars þ. á., að hið fj'rsta botn-
vörpuskip, sem sé með mótor bafi þá
fyrir skömmu komið til Grímsby eftir
að það hafði verið reynt á ýmsan hátt
og meðal annars farið frá Clyde til Aber-
deen og á þeirri ferð var á skipinu fram-
kvæmdarstjóri »Beardmore« félagsins,
sem smíðað hafði vélina og látið hana í
skipið.
Botnvörpuskipaeigendur í 4berdeen
skoðuðu það og þar sem annarsstaðar
hefir þessi breyting á hreifiafli vakið al-
menna eftirtekt. Á rúmsjó hefir skipið
verið reynt eins og frekast er unt og var
í skipakví i Grimsby þegar greinin er
skrifuð og var verið að útbúa það til
veiða.
Hlunnindi við mótorafl eru að vélin og
það er henni fylgja ber, þarf minna rúm
i skipinu, þar eð gufuketill er enginn og
olíuforðahylkin að mun minni, en vana-
legir kolakassar á botnvörpuskipum og
skipsbotninn notaður fyrir olíubirgðir.
Af þessu leiðir að betra rúm er í skip-
inu fyrir afla, geymslu og ibúð. Með 9
sjómílna hraða á klukkustund eyðir vélin
V/i smálest af olíu á sólarhring þar sem
gufuvél á samskonar skipi fer með 9 — 10
smálestir af kolum. 1 smálest af olíu
kostar frá £ 3—5 sh. til £ 4—5 sh. en
smálest af kolum kostar um 38 shillings.
Olíuforða getur skipið haft til 40—50
daga eða 60 smálestir. Ætti skipið að
hafa kolaforða til jafn margra daga, yrði
hann að vera um 300 smálestir.
Nafn skipsins er »Beardmore« og er
ætlað til veiða við ísland.
Aðalvélin knýr vörpuspilið og er svo
umbúið að tempra má gang skipsius
þótt vélin hreifist fullum hraða, sem er
175 snúningar á mínútunni. Menn telja
það vist, að rekstur þessa skips muni
miklu ódýrari en væri það knúð með
kolavél, en þrátt fyrir alla þessa kosti,
munu gufuvélar botnvörpuskipa hata
reynst þannig, að fiskimenn, sem þekkja
þær og hafa séð hverju þær áorka, munu
tregir að leggja þær niðnr.