Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1923, Blaðsíða 5

Ægir - 01.07.1923, Blaðsíða 5
ÆGIR 107 þilskipa-aflinn yfir höfuð verður. Aðal- vík og Strandir eru einu staðirnir hér nærlendis, sem aflast hefir í að ráði. — Fiskverð er og eins og kunnugt er lægra en s. 1. ár, 9 au. þorskur, 7 au. smá- fiskur og 5 au. ýsa pr. ’/2 kg. með hrygg, (í stað 12, 9 og 7 í fyrra) og lítur þó illa út með að fiskkaupendur standist kostnaðinn. Beitukostnaður er og mikill hér í veiðistöðvunum, þar skelfiski hefir nær eingöngu verið heilt, þvi vörpusíld hefir eigi fengist sem teljandi er. Hlutir eru því aíarlitlir, frá 100—300 kr. í Bol- ungavik og Hnífsdal l'rá páskum til Jónsmessu. Annars leikur sterkur grunur á því, að togarar hafi algerlega eyðilagt íisk- göngu hingað í Djúpið í vor. Um og eftir miðjan maí hitlu togarar mikinn afla norður með Ströndum (vestan Horns) og þyrpust um það leyti allir Reykvisku togararnir og fjöldi annara hingað. Töldu kunnugir menn sennilegt að um 100 tog- arar hefðu verið á veiðum á þessum slóðum. Rifu öll þau skip, sem til hefir spurst, upp ágætisafla áskömmum tíma. Reykvisku togararnir komu margir með um 100 smálestir frá þessum stöðvum. Sé nú gert ráð fyrir 100 veiðiskipum þarna og að þau hafi aflað til jafnaðar um 80 smál. í linsöltuðum fiski, þá verður það um 37 þúsund skippund af verkuðum fiski, sem ausið hefir verið upp á þessum slóðum. Þegar þess er nú gætt að hér er um tiltölulega víðáttu- lítið fisksvæði að ræða, þá sést best hví- lik hroðaspell eru að veiðum þessum. Fiskgangan hefir, að margra áliti verið að leita undir land í Djúpmiðin, en al- gerlega verið upp ausin af þessum tog- arafjölda og fisksvæðið eyðilagst af hin- um feikna mikla niðurburði. Einungis litill hluti fiskgöngunnar hefir verið kom- inn undir land, að því er virðist, á Að- alvikurmið og hefir því haldist þar góð- ur afli í vor. Eins og að líkindum lætur er hagur alls þorra sjávarmanna mjög bághorinn. Utgerðarmenn hafa yfirleitt tapað stórfé á útgerðinni undanfarið, og að sama skapi er vitanlega atvinna sjómannanna afarrýr. Undantekning frá því eru skip- stjórarnir á stærri vélbálunum hér — og að eins þeir aflahæstu. í meðalaflaárum og með sæmlegu verði á fiskinum, má gera sér fylstu vonir um, að smærri vélbátarnir beri sig og jafn- vel nokkuð betur. Undanfarin aílaleys- isár og krepputímar, sanna ekkert um hvernig útgerð báta þessara geíst i fram- tíðinni. Iskyggilegar í meira lagi eru tog- araveiðarnar, sem virðast nú umfangs- meiri en nokkru sinni áður og sópa grunnmiðin einmitt á þeim slóðum, sem smærri vélbátarnir eru að veiðum. Þótt liægt væri að verja landhelgina sæmilega — sem mikill misbrestur er ávalt á — þá gagnar það ekki ef togarafjöldi hittir á íiskgöngu, eins og öll ástæða er til að ælla, að eyðilagl hafi aflann hér í vor. Ef sliku heldur áfram og togarafjöldinn eykst, þá er smábáta-aflinn í voða. Fyrir niilt leyti hygg eg að sú breyting yrði í meira lagi hættuleg landsmönnum, ef stefnt yrði að þvi að umbreyta smábáta- útveginum í togara eða önnur slík skip, með fáum eigendum og fésterkum í góð- um árum, en stórfeldu tapi og hruni á vondu árunum. Undanfarandi tímar liafa öllu öðru fremur sýnt það, að stórrekst- urinn er hættulegastur. Um stærri hátana, yfir 30 lesta, er það að segja, að engin tök virðast á því, að þeir geti borið sig með sama fyrirkomu- lagi. Einstöku undantekningar þar sem afbragðs aflamenn eru skipsljórar og vel tekst til með sölu afurðanna, sanna ekki, að unl sé að lialda þeim úti yfirleitt. —

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.