Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1923, Blaðsíða 11

Ægir - 01.07.1923, Blaðsíða 11
ÆGIR 113 hrærir má búast við ýmsum örðugleik- um er kemur að skoðun þeirra, þvi ó- víða á útkjálkum landsins munu eins færir menn til þess og lög heimta, en þá er ekki annað ráð fyrir hendi, en að þeir séu fengnir til starfans, sem að dómi manna á hinum ýmsu stöðum eru á- litnir færastir. Til hvers er þá allur laga- bálkurinn, hin mikla reglugerð og alt er henni fylgir, ef ekki á að fara eftir henni, munu menn spyrja. Svarið verð- ur: Skoðun verður að fara fram á skip- um og bátum og þá skoðun, sem hing- að til hefir verið framkvæmd á að bæta eftir bestu föngum þar til fullkomnun er náð. Það mun enginn ætlast til, að það verði á fyrsta eða öðru ári, en von- andi fer skoðun hraðari skrefum í átt- ina en islensku skipamælingarnar. Englendingurinn Samuel Piimsoll fædd- ur 10/2 1824 d. s/e 1898 barðist í 2(3 ár fyrir skipaskoðun á Englandi og við hann er enn kent hleðslumerki skipa. Eigendur skipa voru svarnir fjandmenn hans, en hann hélt ótrauður sina braul. Hann safnaði skýrslum og gögnum og gat með þeim sannað, að gömul fúin skip voru látin vera í förum og aíleið- ingar þær, að árin 1864 fórust 844 skip með allri skipshöfn 1865 — 934 — — — — 1866 — 1150 — — — - 1967 - 1345 — - - — 1868 — 1014 — — — — Álls 5287 skip með allri áhöfn á 5 árum og gat hann sannað það, að helmingur þeirra var ekki sjófær. 1892 var skipaskoðun á Englandi lögleidd og hleðslumerki sett á skip. Plimsoll kom þvi til leiðar, að frá júní 1876 til júní 1883 voru 500 skip rifin sem ónýt og 832 stöðvuð er þau ætluðu að sigla og tekin til viðgerðar. Hann komst á þing 1868, barðist þar fyrir skipaskoðun og hafði alla á móti sér, því hér var um mikið peningatap útgerðarmanna að ræða, en svo duglega gekk hann fram, að 1875 var skipaskoðunarfrumvarp hans tekið til meðferðar i enska þinginu og byrinn var ekki betri en það, að fyrst 1892 er skipaskoðun lögleidd. Nú keppast allar þjóðir við að vanda alt sem best, er um skoðun skipa er að ræða og sama verður hið íslenska ríki að gera og fylgjast þar með. Á leiðinni frá Stykkishólmi til Reykja- vikur heyrði eg sagt frá, að eyjamenn hefðu tekið eftir þvi hin siðustu 30 árin, að landið væri að koma upp eða botn Breiðafjarðar að hækka og draga það af því, að ýms sker, sem varla sásl á í meslu stórslreymisfjörum fyrir 30 árum, eru nú sýnileg jmeð hálfföllnum sjó. — Hverir eru í sumum eyjum og skerjum og margt bendir til umbrota. Sveinbjöni Egilson. Til stjórnar Fiskifélags íslands. Bækur sendar „Ægi“. Hajrœna. Sjávarljóð og siglinga. Salnað hefir Guðmundur Finnbogason. Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar Rvik 1923. Á bók þessa hefir þegar verið minst og hún lofuð í fleslum blöðunum, og munu margir lesendur Ægis þegar hafa séð hennar getið. Bókin er hin eigulegasta og æltu sjó- menn að kaupa hana.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.