Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1923, Blaðsíða 18

Ægir - 01.07.1923, Blaðsíða 18
120 ÆGIR Innflutningur á söltuðum fiski til Italíu. Norski ræðismáðurinn i Genua skýrir svo frá 15. júní: Hin síðustu árin hefir innílutningur á söltuðum fiski til Italíu aukist að mun. ítalskt firma, sem ílytur inn mikið af saltfiski hefir tjáð, að saltfiskur ryðji sér æ meira til rúms og menn i sumum hér- uðum vilji ekki annan fisk, svo verkað- ur fiskur og harðfiskur sé óseljanleg vara. óverkaður saltfiskur kemur að mestu leyti frá íslandi og er sömu tegundar og sá, sem verkaður er. Til þess að hann sé fyrsta flokks vara, verður að blóðga hann, þvo hann vel og leggja hann nýjan í salt. Firmað gaf mér þessar upplýsingar er eg spurði um verkun á fiskinum. Fiskinn verður að þvo vel og salta vandlega hvert lag í staíla, sem er rúm- ur meter á hæð. Eftir viku er honum »umstaflað« og saltaður á ný. Eftir það er hann látinn standa í 3—4 vikur, jafn- vel lengur, og er þá orðinn verslunar- vara, sem flytja má út. Hann er íluttur út i 600—700 smálesta förmum. Sé um smásendingar að ræða verða þær helst að vera í kössum. Þar sem lítið farg er á fiskinum, verð- ur í honum talsvert af vatni. Sá er mér skýrði frá, gat þess, að sá fiskur, sem staðið hefir í stafla í 1 mán- uð og væri svo fluttur frá Islandi til Genua léttist að jafnaði á þeirri leið um 5 af hundraði, en því lengur sem fiskur stæði í stafla, því meira vatn sígi úr hon- um og léttist af því minna á leiðinni. Eg spurði, hvort saltaður fiskur þyldi liitann og var því svarað svo, að á öll- um tíma árs kæmi þannig verkaður fiskur frá íslandi, jafnvel heitustu mán- uðina, og væri hann geymdur í kælihús- um líkt og þurkaður fiskur og labrador. Er eg spurði, hvort norskur fiskur yrði markaðsvara þannig sendur, svaraði hann að ekkert væri þar til fyrirstöðu, en kunn- ugt var honum, að endrum og sinnum komu smásendingar af söltuðum fiski frá Noregi, en þær líkuðu ekki og taldi hann aðalástæðu, að hann væri illa blóðg- aður og sama mætti segja um allan fisk þaðan. Hann var ánægður með hin nýju mats- lög, sem hefðu bætt alla meðferð á norslc- um fiski. (»Fiskets Gang«). Útflntt í júuí 1923 : Verkaður saltfiskur . . 1.766.600 kg. Óverkaður saltfiskur . . 108.400 — Alls frá áramótum lil 1. júlí: 18.417.400 . . . kg. verkað 2.913.800 ... — óverkað 10.988 föt þorskalýsi. Mannalát. Hafnsögumaður í Reykjavik Helgi Teits- son andaðist úr lungnabólgu hinn 5. júlí. I sama mánuði andaðist skipstjóri Guðmundur Kristjánsson, sem lengi var formaður á skipum Geirs sál. Zoéga. Hinn Í8. júlt vildi það sorglega slys til, rétt við Elliðavatn, að þriggja ára gamall drengur, sonur tannlæknis Br. Björnssonar datt af brú og druknaði. — Móðir drengsins sá slysið álengdar, fór út í ána til að reyna að bjarga barni sínu og var hætt komin að drukna sjálf. Ritstjóri Sveinbjörn Egilson. Prenlsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.