Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1923, Blaðsíða 10

Ægir - 01.07.1923, Blaðsíða 10
112 ÆGIR Jón Giiðmundsson. M/k. »Barðinn« um 170 skpd. 1 Stykkishólmi sá eg engan vinnulaus- an mann og mikil vinna verður þar, komist það í framkvæmd, að bryggjan verði endurbætt. Þegar að henni kemur frá sjónum er hörmung að líta hvernig hin dýra bryggja er komin á fáum ár- um. Rað er aðallega bryggjuhausinn, sem viðgerðar þarf. 1 Hólminum var mér sagt, að viðgerð á honum væri á- ætluð 180 þúsund krónur og sýnir það ljóslega hver dýrtíð er nú, þar sem hin stóra bryggja í Viðey kostaði 1907, að eins rúmar 50 þúsundir, með slitlistum og öllu sem henni fylgja bar sem hat- skipabryggju. Bryggjan í Hólminum er ætluð hafskipum og ilest þeirra eru þannig leigð, að áhersla er lögð á, að þau séu ávalt á floti meðan þau eru fermd og afíermd og virðist svo, sem þessu hafi verið lílill gaumur gefinn, er hausinn var settur á þann stað, sem nú er hann, þar sem bæði »Ceres« gamla og fleiri skip hafa staðið þar um fjöru og »rista« skip af þeirri gerð ekki mjög djúpt. Rað væri stór skaði fyrir Stjrkkis- hólmsbúa og aðra, er fé legðu fram, að láta gera við bryggjuna fyrir 180 þús- undir króna og það svo yrði kunnugt, að við hana væri á köflum 10 feta dýpi um fjörur, því bryggjan á svo að standa i mörg ár og á þeim árum getur ýmis- legt orðið, sem ekki er nú og meðal annars geta þar komið skip, sem »rista« 16 fet með ákvæðinu »að ferma og af- ferma á floti«. Þegar bryggjan var smíðuð, mun þetta atriði Iítið hafa verið athugað, en verði það úr, að við bryggjuna verði gert, ættu Stykkishólmsbúar að taka það með í reikninginn, að við bryggju þeirra verði það dýpi, sem þarf til afgreiðslu skipa, einkum þegar kostnaður við aðgerð henn- ar jafngildir þremur Viðeyjarbryggj- um. Við Stykkið að utanverðu er 17 feta dýpi um fjörur. Rar hefði bryggju- hausinn átt að vera og það var traust — og fullkomlega eins mikið skjól og við hausinn eins og hann er. Um þrengsli milli Súgandiseyjar og Stykkisins, munu þeir mest tala, sem vilja láta menn halda, að þeir séu á mildu stærri skipum en raun er á. A ferð minni komst eg að þvi, að menn telja vandkvæði á að fá slika skipaskoðunarmenn, sem í lögum er fyr- irskipað, og mátti við því búast. Hin nýja reglugerð heimtar margt, sem hér er óþekt áður, en gæta verður þess, að hún fer ekki fram á neitt annað en það, sem önnur ríki heimta i þá átt. íslenska ríkið á millilandaskip. Þau verða að geta sýnt haflærisskýrteini þegar þess er kraf- ist, hvar í heimi sem er. Skoðun á fiski- skipum og bátum er ekki strangari hér samkvæml reglugerðinni en annarsstað- ar er heimtað, en galli sá er, að hér verður örðugt og dýrt að fá skoðunar- menn slíka, sem lög krefjast, en þá er að tjalda því sem til er. Reglugerðin er sjálf landinu dýr og vinnan við hana hefir kostað talsvert fé, en þvi fé hefir verið snarað út til þess, að skoðun á bátum og skipum kæmist í betra horl' en verið hefir. Utnefningu skoðunar- manna verður að vanda hið besta hvar á landinu sem er, skoða fleytur eftir bestu vitund, hafa það fyrir augum, að skoðun fer fram til að tryggja eigur manna og lif þeirra, sem á skipum vinna. Rar sem stórskipasmiðir eru ekki til, verður að nota þá, sem kunna að smiða bát, til þess að skoða skrokk en formenn athuga reiða og það, sem skipi fylgja ber til öruggra siglinga. Hvað vélum á-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.